Lokaður á hótelherbergi með unglingspilt ....
4.7.2007 | 13:39
Ingi og Andri fóru aftur til Parísar s.l. fimmtudag. Ingi var hálf eitthvað tuskulegur en að sjálfsögðu drifu þeir sig þar sem þeir áttu miða á tónleika síðasta laugardag með Genesis.
Þeir eru ekki komnir á hótelið fyrr en um miðnætti og var Ingi gubbandi á föstudeginum, þannig að Andri hékk yfir pabba sínum horfandi á TV og hangandi í PSP fram eftir degi - reddaði deginum hjá honum - meðan Ingi skrapp reglulega á klósettið. Þeir komast ekki út af hótelinu fyrr en seinnipart föstudagsins, þegar Ingi er aðeins orðinn hressari.
Á laugardagskvöldið voru þeir báðir í fínu formi og Ingi í sæluvímu á tónleikunum - þvílík sæla hjá þeim ! Á sunnudag skila þeir síðan herberginu um hádegi - eiga ekki pantað flug fyrr en um kvöldið - en þá er Andri orðinn veikur.
Allar verslanir eru lokaðir í París á sunnudögum, eitthvað sem maður gerir ekki ráð fyrir, enda er alltaf allt opið á litla Íslandi. Hefði verið ágætt að vera í verslunarmiðstöð með öruggt klósett.
En þeir eru sem sagt á vergangi í París á sunnudeginum - og farnir að þekkja klósett hér og þar um borgina alveg ágætlega.
Kaupa sér mat - til að komast á klósett - en skila disknum fullum af mat til baka - kokkurinn álítur þá skrítna og yppir öxlum. En þeir ná allavega að drekka gosið og Andri hafði lyst á ís í eftirrétt. Hvað skyldi þjónninn hafa hugsað ?? hmmmmm!
Ingi var jafnvel farinn að hafa áhyggjur af að komast ekki í flugið - en það gekk - og voru þeir þvílíkt ánægðir að komast aftur heim. Í rúmið sitt - og aldrei hafa þeir áður á ævinni séð klósettið heima í hillingum!
Athugasemdir
Þetta hefur ekki verið skemmtileg lífsreynsla.
Matthildur B. Stefánsdóttir, 6.7.2007 kl. 14:35
Sendum ykkur samúðakveðjur héðan frá Dalvík.
Vonandi sjáumst við fljótlega.
Kveðja Gummi, Gerða Maja og krakkarnir
Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.