Ættarmót og afmæli
26.7.2007 | 08:57
Um næstu helgi er nóg að gera, Tanja er að keppa á Ray Cup, byrjaði í dag og er að fram á sunnudag. Hún gistir aðfaranótt föstudags og laugardags, fer á ball á laugardaginn í Broadway - þannig að það verður stuð hjá þeim.
Á föstudag er okkur boðið í sjóræningjaafmæli hjá honum Hjalta Gunnari. Síðan eru Anna og Gummi að halda upp á afmælin sín á laugardag, í sal hjá Fríkirkjunni minnir mig.
En þessa helgi er líka ættarmót hjá föðurfjölskyldunni hans Inga og það væri gaman að kíkja þangað. Skoða ættingjana hans og að hitta systkini hans. Jón Hafsteinn og Birna eru alflutt til Íslands eftir 22 ára búsetu í Svíþjóð - þannig að maður fer að hitta þau aðeins oftar en áður. En Anna Helga er víst ekkert á leiðinni að flytja heim. Ingi getur líka haft gaman af að hitta Ásdísi og Jónas, enda er hans lið mun ofar í deildinni heldur en þeirra. (Valur / KR)
Það væri líka gaman fyrir Inga að taka myndir af "ÆTTARÓÐALINU" - "Laugarvatnshelli" - en afi og amma Inga voru síðustu hellisbúarnir á Íslandi. Hugsa sér, það eru ekki það mörg ár síðan þau bjuggu þar.
Ég man þegar ég var lítil og fór með pabba og mömmu að skoða hellinn - þau sögðu okkur að fólk hefði búið þarna fyrir nokkrum árum - með börnin sín, og man ég enn hvað mér þótti þetta merkilegt. Það er líka til mynd af mér við þennan helli úr þessari ferð.
Athugasemdir
Þið eruð nú hálfgerðir hellisbúar
Kristberg Snjólfsson, 26.7.2007 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.