Gay Pride
13.8.2007 | 14:07
Af sjálfsögðu mætir maður á þessa hátíð. Ótrúlega skemmtilegt að kíkja í bæinn á laugrdag. Veðrið alveg ótrúlegt - að sitja í sólinni á Arnarhóli, njóta veðurblíðunnar og horfa á skemmtilega skrautlegt lið í kringum sig.
Einn var með hvítt pungbindi, svörtum leðurskálmum og vindurinn lék um berar rasskinnar - hljómar ljóðrænt - en okkur fannst það ekki svo sætt.
Erla er ekki til í að ég gefi Inga svona "dress" í afmælisgjöf.
Hún ætlaði sko að segja konunum í leikskólanum hvað bar fyrir augu hennar í göngunni - og 4 ára krakkar með "rassa" áhuga - nutu þess að horfa á þetta.
Annars er ekkert að frétta, Ingi liggur reyndar heima, að drepast í bakinu, eins og sagði við Snjólf í morgun þá "notaði" ég hann svo rækilega um helgina að hann er bara búinn eftir það.
Athugasemdir
Ingi í leðri athyglisverð hugmynd
Kristberg Snjólfsson, 14.8.2007 kl. 16:38
Eða ekki!
Kristján Kristjánsson, 14.8.2007 kl. 23:23
Gay Pride hvað?
Næst eigið þið auðvitað að vera þessa helgi á Dalvík þar sem aðal stuðið er, nóg af tjaldstæðum í garðinum. Í ár voru bara tvö stór hjólhýsi, fellihýsi og tvö tjöld og nóg pláss eftir. Já og rúmlega 400 manns í súpu á föstudagskvöldið
Kveðja að norðan Gerða Maja og Gummi
Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:50
Já, við eigum gott boð inni á næsta ári - það hefði verið virkilega gaman.
Tanja var ekki á Sigló þetta árið - en við allavega nutum þess að fara í bæinn og skoða mannlífið.
Ætlum síðan að kíkja í bæinn aftur um næstu helgi - við erum að verða óttalegar "miðbæjarrottur" - hmmm.
Við biðjum að heilsa.
Lauja, 16.8.2007 kl. 22:31
gaurinn í síðu leðurlendaskýlunni var líka foxy, svona eins og karlkyns Manowar grúpía
Grumpa, 16.8.2007 kl. 22:51
Ég þarf endilega að skella mér í Gay Pride göngu, hef ekki séð eina einustu.
Linda Ásdísardóttir, 16.8.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.