Ættarmótið o.fl.

Ættarmótið út frá Guðmundi afa og Þórunni ömmu var haldið í dag.

Ég fór og sótti Hröbbu og Hinrik - og brunuðum við síðan í salinn í Drafnarfellinu þar sem ættarmótið var haldið.

Ég verð að segja að þetta var mjög skemmtileg stund, frekar fámennt - en það var þá bara auðveldara að tala saman.  Egill og Valborg voru þau einu af systkinum pabba sem mættu - og var Valborg víst orðin viðþolslaus kl. 9:00 í morgun - hún hlakkaði orðið svo til að koma.  Egill mætir alltaf - en hann er óskaplega félagslyndur - Leifur mætti ekki - sagði þetta bara vera fyrir fjölskyldufólk - en hann er þó einn af þessari fjölskyldu. 

Að sjálfsögðu hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri mæta - en þetta var fínt - ég spjallaði heilmikið við ættingjana - fólk sem ég hef varla hitt - þannig að ég var afskaplega ánægð með þennan dag.

Ingi fór með Andra og Tönju á Vals-hátíðina - og misstu þau af ættarmótinu.

Ég tók nokkrar myndir þarna og kem til með að setja þær fljótlega inn.

Andri er ekki farinn að stíga í fótinn - fékk hækjur - og sendir systkini sín óspart út um íbúðina til að sækja hitt og þetta.    -  Þetta tekur bara smá tíma....

 Tanja ætlar að gista hjá ingunni - hún og Sindri voru að fara út í fótbolta - en ég fer að fara með hana yfir til Ingunnar.

Ég læt þetta duga núna - -- ef þið frænkur og frændur kíkið hér inn - þá þætti mér mjög vænt að sjá nöfn ykkar í gestabókinni - blikk blikk.....

 Hafið þið gott - öll sömul ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband