Lyklabörnin mín......
25.9.2007 | 11:23
.... sem geta verið afskaplega gleymin. Sindri er ósköp utanvið sig stundum og gleymir húslyklunum. Fólkið á móti er með aukalykil en hvað gerist þegar þau eru ekki heima....... jú þau lenda í veislu hjá Magga og Tótu - en þau búa við hliðina á okkur.
Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær, sátu Sindri, Margeir og Róbert heima hjá þeim í góðu yfirlæti - drekkandi Kók light, og að næra sig á Doritos og vatnsmelónu og nammi - en Tóta var að koma heim frá Barcelóna úr vinnuferð.
Þeir voru alsælir, fengu að tékka efri hæðina hjá þeim - skoða tölvur - skjái o.fl. í þeim dúr. (Þeir voru strax í gær farnir að plana - ef Sindri myndi gleyma lyklunum atur þá gætu þeir kannski fengið að fara til þeirra - fengið popp - kók og að horfa á einhverja mynd !) - Meiri gríslingarnir......
Erla fékk sko líka að vera með í gær - Tóta leiddi hana inn til sín og gaf henni sér snakkskál - og var sú stutta í 7 himni yfir þessari meðferð!!
Maggi og Tóta eru á svipuðum aldri og Ingi - en eru barnlaus - og virðast þau bara vera ánægð að fá smá heimsókn af og til.
Hins vegar þá setti ég Sindra lykla í töskuna hans í morgunn....... hann gaf mér ekki hýrt auga þegar hann sá það.......... en það er gaman að þessu.
Auðvitað finnst þeim ósköp ljúft að einhver taki á móti þeim þegar þau koma úr skólanum - svo maður tali nú ekki um að fá svona meðferð..... hjá nágrönnunum.
Afi Tótu og langafi minn voru bræður - þannig að við erum þokkalega mikið skyldar, hins vegar hafði ég aldrei séð hana fyrr en flytjum við hliðina á þeim.
Mamma hennar er komin á níræðisaldur - afskaplega hress kona og í vor þvældist hún til Rússlands - ég kalla hana góða - það er óskandi að maður verði með hennar heilsu - á hennar aldri.
Athugasemdir
Bara góður notfæra sér tækifærin hvað er þetta
Kristberg Snjólfsson, 25.9.2007 kl. 14:12
Áðan þegar Róbert var að fara heim - kom Tóta heim - úr búðinni og tilkynnti þeim að hún hefði verið að kaupa kók light og Doritos - ef þeir skyldu læsa sig úti á næstunni - þá gætu þeir komið og horft á einhverja mynd hjá þeim........ og fengið gos og snakk............. þá veit maður hvað þeir verða að plana í "frímínútum" á morgun
Æ.... maður skilur þá alveg....... ....... ekki á hverjum degi sem þeir fá snakk og kók og láta stjana við sig þegar þeir koma heim úr skólanum.........
Lauja, 25.9.2007 kl. 21:53
Hmm ætli borgi sig ekki að fara smíða nokkra aukalykla :-)
Kristján Kristjánsson, 25.9.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.