Fyndið....

....já ég eiginlega grenjaði úr hlátri í gær þegar Tanja sagði mér af smá uppákomu á milli vina hennar og nýju stelpunnar í bekknum.

Á fimmtudag (eftir Sindra 80´s ball) var opið hús í skólanum fyrir 8 bekk.  

Ægir vinur Tönju sem fór í Hlíðaskóla í fyrra mætti á þetta opna hús ásamt Tuma vini sínum.  Að sjálfsögðu voru þau 3 að umgangast bekkinn og bara gaman, þegar vinkona Tönju sagði að henni finnist Tumi vera sætur - Tanja glennti upp augun og starði á hana - en fór síðan að hlæja - vinkona hennar skildi ekki upp eða niður í þessu Grin...... þannig að Tanja sagði henni að Tumi væri stelpa og héti Álfhildur....... Tounge

En Tumi er ótrúlega strákaleg, með strákaklippingu, gengur í strákafötum (meira að segja boxer) - og það er ekki skrítið að þeir sem ekki þekki hana haldi að hún sé strákur!!

En í gærkvöldi kom Ægir í heimsókn - og þau Tanja fóru síðan heim til Tuma og gistu þar. 

Ég keyrði þau niður eftir og að hlusta á samræður þeirra og pælingar - er bara yndislega skemmtilegt að hlusta á.

Það væri gaman að vera fluga á vegg og hlusta á það sem fer á milli þeirra þegar þau eru ein Smile

Ægir er einnig mjög sérstök týpa, ef ég breyti einhverju hér heima - raða einhverju öðruvísi - þá er hann fyrsti maður að taka eftir því - "en flott hjá þér" - eða hann segir við mig "vá - flottir skór" - eða hann segir jafnvel "rosalega er flott á þér hárið" - - hann er öðruvísi en aðrir strákavinir barnanna minna - og þau Tanja eru perluvinir.   En það slettist þó stundum upp á vinskapinn - en stuttu seinna eru þau aftur orðin bestu vinir - þau eru stundum eins og systkini - enda búin að vera vinir síðan þau voru 5 áraWink

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband