20 dagar til jóla....
4.12.2007 | 08:52
.... smelli inn einu lagi í tilefni þess...... reyndar fann ég það ekki á Youtube - þannig að þið verðið eingöngu að njóta þess að hlusta á það. Andri spurði mig hvaða lag ég myndi setja inn fyrir daginn í dag - ég var ekki búin að ákveða. Þá spurði hann hvers vegna ég setti ekki þetta - og já hvers vegna ekki - var reyndar búin að gleyma því - en mér finnst þetta gott lag. Hlustaði talsvert á Weezer á tímabili - þarf að dusta rykið af þeim diski - fínt lag.
http://radioblogclub.com/open/69459/weezer/Weezer%20-%20The%20Christmas%20Song
Svo ég tali nú um allt annað - þá er afmælishrina í vinnunni þessa dagana - sitjum við endalaust í leðurhorninu okkar í vinnunni - og úðum í okkur einhverjum heimatilbúnum veitingum. Brynja var í síðustu viku - þann 28 (góður dagur), Eydís á afmæli 1. des - en kom með veitingar í gær, Björgvin er þann 6, síðan er Bragi þann 9 - og rek ég lestina þann 11 - ég á sem sagt að toppa þetta - hmmm - kannski ég baki súkkulaðihassköku - múhaaaaaaa - nei - yrði sjálfsagt rekin fyrir það uppátæki - eða gerð að bökunarmeistara hússins.....
Athugasemdir
súkkulaðihasskaka .. gæti virkað vel ef þú vilt biðja um kauphækkun á fá það skriflegt he he
Margrét M, 4.12.2007 kl. 14:05
já, þetta er eiginlega uppáhalds jólalagið mitt. hef alltaf verið weezer aðdáandi en faldi það þegar ég var yngri og sagðist HATA þá, en svo hlustaði ég alltaf á þá í laumi þegar enginn heyrði, s.s. þegar allir voru niðri og það var opið inn til mín uppi og það heyrðu líklega allir á hljómsveitina sem ég ''hataði,, spilast uppi hjá mér. en þetta er frábært jólalag, og sem betur fer hefurðu mjög líkan tónlistarsmekk, myndi ekki nenna að hlusta á Rúna Júl eða Björgvin Halldórs á hverjum degi eins og sumir þurfa að gera, ég myndi líklega flýja út.
ANDRI BESTASTI SONUR Í HEIMI (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.