Skógarkot og rass-síður fótboltabjáni í kábojstígvélum:

Já um helgina forum við í sumarbústað sem Félag Náttúrufræðinga á (staðsetturí Borgarfirði)  og heitir Skógarkot.  Gamall bústaður, ágætlega rúmgóður  enda vorum við 17 manns samankomin í þessum bústað.  Matta leigði þennan bústað og mættum við systur þangað með okkar “karla og börn” og höfðum það gott.

.

En við komum á laugardag, veðrið var frekar óspennandi þannig að við gerðum ráð fyrir meiri inniveru.  Höfðum það mjög gott, ég gerði 2 konar sósur fyrir hópinn og voru báðar mjög góðar, ég var búin að kryddleggja lambakjöt sem var virkilega gott.  Var sötrað á bjór meðan á eldamennskunni stóð – en rauðvín var síðan drukkið með matnum.  Mjög gott rauðvín sem Ingi keypti, enda hafði það fengið góða umfjöllun.  Ástralskt vín sem heitir “The Laughing Magpie Shiraz”.  -  Mæli virkilega með þessu víni.

Eftir mat voru bornir fram dýrindis eftirréttir, kaffi og líkjörar, þannig að við sátum langt fram eftir kvöldi yfir þessu, ásamt ferðapælingum fyrir næsta sumar – Ítalíureisa.  Ef við myndum fara saman allur þessi hópur til Ítalíu, leigja öll íbúð á sama stað, það væri virkilega gaman.  Þyrfti þó að vera örlítið aðskilið, en væri gaman að geta eldað saman og þ.h.  Reynda fann Ingi hús sem við leigðum á Amalfi strönd árið 1992, en leiguverð pr viku á þessu húsi er núna kr. 500 – 600 þúsund, húsið er fyrir 5 manns !!! 

Börnin voru mjög góð, og lynti vel, þau einu sem eitthvað rifust voru systkyni – þannig að Stefanía gat ekki rifist við neinn – kostur eða galli??. 

Þau fóru í heita pottinn, þau voru að lita, leika, útbúa tónlist í tölvunni, spila sjóorustu, boltaleik  og margt fleira.

Ingi, Hilmar og Emil horfðu síðan á teiknimynd þegar við “kerlur” voru farnar að sofa, og var þetta bara fín mynd, sömu framleiðendur og að Teiknimyndinni “Litla lirfan ljóta”. 

Á sunnudag var brunað í bæinn þar sem Tanja átti að keppa fyrir hönd skólans í fótboltamóti.  Hún stóð sig frábærlega vel, og enduðu þær í 2 sæti í sínum riðli, sem er bara assgoti gott.  Fengu sem sagt silfrið – en gullið fór til Álftamýrarskóla – 1 móðir úr þeim skóla var farin að pirra Inga verulega – með bjánalegum innskotum og kvörtunum um leikinn – var að fara að sjóða á mínum – en hún skildi íslensku ekki alltof vel greyið -  rass-síð í geðveikum kábojstígvélum!!

 Síðan var farið heim og eldað, komið börnum í rúmið og horft á DVD mynd sem frúin sofnaði yfir. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband