Næsta sumar

125_2576

Já. það borgar sig að fara að plana næsta sumarfrí, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 

Stefnan er tekin á Ítalíu, og ætlum við að fara 17 manns saman.  Ég og mín fjölskylda ásamt systrum mínum 3,  og þeirra fjölskyldum, þetta verður þokkalegur hópur.  Við ætlum að leigja á sama stað en þó verða ekki allir saman í íbúð, sem er fínt.  Þá er allavega smá næði en stutt í að blanda geði við aðra. 

Ef Ingi vill fara og heimsækja vínbændur get ég verið með systrum mínum að "chilla" í sólinni - drekkandi sangriu - hljómar  geðveikt vel - ekki satt?

Við erum reyndar að spá í að vera í 4 vikur og gista aftur hjá Rosellu og David sem við vorum hjá í fyrra í Marche héraði (myndin með þessari færslu er úr húsinu þar).  Hún sendi okkur póstkort um daginn og spurði hvort við ætlum ekki að koma aftur til þeirra - í hennar boði ??  Minnir mig á það að við þurfum að fara að skrifa þeim.  Þau búa í Padova, þar sem David er í skóla, en síðasta sumar voru þau um leið og við í húsinu og náðu börnin góðu sambandi við David og léku þau sér mikið saman.  Rosella var æst í að Tanja færi að spila fótbolta við strákana í þorpinu - þeir myndu gapa af að sjá stelpu spila fótbolta og þetta líka góða. 

En það er nóg að gera í vinnunni hjá mér, dagurinn þýtur áfram eins og píla hvern einasta dag. 

Nóg í bili - CIAO  (ein góð í ítölskunni  -  hmmmm)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband