Fermingin afstaðin
4.4.2008 | 20:37
Já, Tanja Sif stóra skvísan mín fermdist sem sagt um síðustu helgi. Þetta tókst allt með glæsibrag og skvísan alsæl eftir daginn, hún var afar róleg og yfirveguð - ekkert stress í gangi - enda veit hún að mamma hennar klikkar ekki á smáatriðunum.....
Ég veit ekki hvort Tanja eða Erla voru spenntari að opna gjafirnar eftir veisuna, en Erla var afar dugleg að hjálpa henni - kannski of dugleg........
Heilmiklar pælingar voru hjá gestunum hver það væri sem sat við hlið Tönju Sifjar, þetta var vinkona hennar sem heitir Álfdís - já hún er afar strákaleg - en þær eru góðar vinkonur - þetta var ekki tilvonandi tengdasonur - eins og einhverjir voru að spá í - æ bara gaman að þessu.
Daman fékk ýmsar góðar gjafir - og afar ánægð með þær allar, vill engu skila eða skipta - allt saman "perfect".
Andri var að koma inn með Erlu - en hann hafði lofað henni að fara með hana út að hjóla - hann fór með hana nokkra hringi - þau voru að koma inn - og eru kinnarnar á þeim eins og klakastykki - fj... kuldi.
Ég ætla að fara að hita kaffi og athuga hvort eitthvað sé í TV sem hægt er að gleyma sér yfir. Tanja var að hlaupa yfir til vinkonu sinnar - og Róbert var að koma til Sindra - þeir ætla að gista - vinirnir.
Annars þá hringdi ég áðan í Gústa, systurson minn, en dóttir hans og Erla voru hinar bestu vinkonur í fermingunni og ætla þau að koma í heimsókn á sunnudag. Erla vildi nú helst fá hana í heimsókn strax - en hún ætlar sko að baka köku áður en vinkona hennar kemur - yndislegt
Athugasemdir
Takk fyrir síðast.
Emil, Arna og Stefanía
Emil Hannes Valgeirsson, 5.4.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.