Tanja varð mamma á föstudagskvöldið.......

.... en hún og hennar bekkur tóku þátt í forvarna- og fræðsluverkefninu "Hugsað um barn".

Barnið var sett í gang kl.19:00 á föstudagskvöld - grét mjög reglulega alla helgina - vildi pela í allt frá 20 - 40 mín. - síðan þurfti að skipta á barninu - láta það ropa og hugga það.  Að sjálfsögðu þurfti einnig að sinna því á nóttunni - og fannst Tönju það dálítið erfitt.

Hún fann að þetta var heilmikil vinna - vakna 3 x á nóttunni til að sinna barninu - enda áttu foreldrar ekki að hjálpa börnunum.  Hún var líka alveg búin á því í morgun. 

Við fórum í afmæli til Guðbjargar í gær - Snorri Steinn 4 ára og Eva Dögg og Helgi Þór 2 ára, Tanja varð að sjálfsögðu að hafa barnið með sér - og hélt Erla Ósk fyrst þegar hún leit á Tönju að hún væri með Baby born að leika sér - akkúrat það sem Tanja hafði mestar áhyggjur af Errm - að fólk héldi að hún væri í "baby born leik" - hún ....... skvísan........   Tounge        -  Hún bar út blöðin á laugardag - með barnið hangandi framan á sér - fór með pabba sínum í Kringluna - og akkúrat þar  - þá byrjaði barnið að gráta -    "Jesus...... allir halda að ég sé í mömmuleik......"  ......  en mikið varð hún fegin í morgun þegar hún gat skilað barninu - notað daginn í dag til að "Chilla" - horfa óáreitt á Nágranna - og geta farið í tölvuna - spjalla við vini á MSN - án þess að einhver sé að taka allan hennar tíma - já svei mér þá - hún hafði mjög gott af þessu - og hugsar sig áreiðanlega 2 um áður en hún fer að hitta og fikta í strákum........ Smile

 Ég hafði ekki mikið að segja af ömmuhlutverkinu....... LoL....... nema að vekja mömmuna á nóttunni í einhver skipti - til að sinna barninu........ afinn var nú líka nokkuð duglegur að vakna og fylgjast með að mamman stæði sig.  Annars þá getur Tanja verið ótrúlega rotuð á nóttunni - þannig að við þurftum aðeins að pikka í hana í einhver skipti  -  - og var svo sem ekki blítt bros sem ég fékk  þegar ég vakti hana til að sinna móðurhlutverkinu....... Kissing

p.s.  Við vitum ekki hver pabbinn er - en það er verið að vinna í því......... Whistling

p.s.s.  Hmmmmmm systir mín hagaði sér furðulega í vesturbænum síðustu helgi - í eftirápartýi - hm..... hver veit nema ég lýsi því - þ.e.a.s. ef hún gerir það ekki sjálf hér í "commenti" hjá mér........ Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hún tók sig nokkuð vel út í móðurhlutverkinu en roðnaði  þegar ég spurði hvort hún væri í dúkkuleik

Kristberg Snjólfsson, 22.4.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Margrét M

sé hana í anda í Kringlunni he he

Margrét M, 22.4.2008 kl. 15:49

3 identicon

Ágætis æfing fyrir hana - og ykkur .  Aldrei að vita hvenær þetta skellur á (vonandi samt ekki alveg á næstu árum hjá ykkur)

 Kveðja af norðulandi Gerða Maja, Gummi og ALLIR krakkarnir

Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband