Tumi.....
28.4.2008 | 21:45
... er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Andri fékk hann hjá bekkjarsystur sinni. Þetta er lítill og sætur páfagaukur - og eru börnin alsæl með hann. Hann er líka ósköp yndislegur.
Andri er að fara í samræmt próf á morgunn, undirbúningur hefur verið fínn - þökk sé frábærum aukakennara sem heitir Benni - hann nær að útskýra flókna hluti afar vel - þannig að Andri var mjög heppinn að komast til hans. Hann hefur náð að útskýra ýmislegt fyrir honum sem hann var ekki alveg að ná - þá er ég sérstaklega að tala um stærðfræðina. Andra finnst einnig mun auðveldara að fá alla athygli kennarans - en að vera hluti af stórum bekk - enda er þessi elska með athyglisbrest.
Síðasta laugardag var Sindri æstur í að fá indverskan mat - þannig að ég fann uppskriftir - fór í búðina og græjaði - og var útkoman æðisleg. Þegar við vorum í París í fyrra fórum við á indverskan stað - og urðu börnin yfir sig hrifin af matnum þar. Allavega þá tókst þetta einstaklega vel - og er planið að útbúa aftur indverskt um næstu helgi - Sindri farinn að nudda saman höndum af tilhlökkun til helgarinnar. Ef einhver ætlar að "poppa" inn á kvöldmatartíma á laugardag - væri ágætt að vita tímanlega - til að nóg sé til
Á sunnudag var farið í 3 falt barnaafmæli til Kidda og Möggu, en 3 af þeirra börnum eiga afmæli í apríl, Alma Glóð, Lilja Björt og Bjarni Freyr. Veðrið var reyndar yndislegt á sunnudag og lá ég í sólbaði á svölunum ásamt Erlu, Tönju og Sindra, en hann dró stuttbuxurnar alveg niður til að fá lit á rassinn - Erla var nú ekki alsæl að sjá bróðir sinn sóla sig þannig...... annars þá er hann svo snöggur að fá á sig lit - liggur við að sé nóg að sólin skíni - þá er hann orðinn kaffibrúnn.... heppinn....... - annað en sumir í familíunni - sem byrja að verða rauðir - síðan eldrauðir - en fá síðan frekar lítinn lit í lokin. En afmælið var fínt - góðar veitingar - en enduðum við þó á að fara í einn kaffibolla í húsið við hliðina - eftir afmælið. - Maður á alltaf smá pláss fyrir kaffi.......
Læt þetta duga í þetta skiptið - sumarið er víst komið - og maður er ekki enn farinn að plana fríið - ekki normalt á þessum bæ - sennilega af því við ætlum ekki að ferðast til útlanda þetta sumarið. Ætli maður endi ekki á að kíkja í Reykhólasveit - og sníkja tjaldsvæði hjá einhverjum.... blikk blikk..... .... síðan verður sólin elt - jafnvel til Dalvíkur....... en tjaldsvæðið þar er afar gott - við hliðina á sundlauginni - sem var mjög fín - og síðan að kíkja í kvöldkaffi til Gumma og Gerðu..... en eins og ég segi þá er ekkert planað - nema að Erla vill vera í 8 daga í sumarbústaðnum..... allavega...
Nú er ég hætt - gleðilegt sumar allir - og hafið það gott.
-Lauja
p.s. Tanja er búin að fá einkunn úr "Hugsað um barn" verkefninu, fékk 9,7 í einkunn - sem er að ég held afar ásættanlegt. Hún var samt afar fegin þegar verkefninu lauk, þannig að hún kemur til með að passa sig á strákunum næstu árin
Athugasemdir
úúúú...indverskur! hvar búiði annars?! ;D
Grumpa, 28.4.2008 kl. 22:32
Indverskur er mjög oft á boðstólum hjá okkur þegar við erum ein í kotinu erum búin að prófa það fyrir stelpurnar en ekki þótti þeim það ásættanlegt helst til of sterkt segja þær.
Margrét M, 29.4.2008 kl. 08:34
Bara gott að fá sér indverskan namm
Kristberg Snjólfsson, 29.4.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.