Í kvöld
29.4.2008 | 22:00
..... eftir matinn og þessi venjulegu heimilisverk settist ég niður með kaffibolla - og ferðaðist aðeins um síður bloggvina, las og skemmti mér konunglega yfir skrifum þeirra.
Þegar ég var að lesa síðu hjá einum bloggvini - mundi ég eftir bráðskemmtilegum málsháttum eftir þann snilling. Nú eru páskarnir liðnir og oftar en ekki koma hálf litlausir málshættir upp úr blessuðum eggjunum - jafnvel hálf undarlegir - sem enginn skilur - haldið þið að það myndi ekki lífga aðeins upp á páskadagsmorgunn ef við fengjum málshátt á við þennan....... "Oft eru dáin hjón lík" - nú eða "Oft fara hommar á bak við menn" eða "Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir".
Ætli Nóa-Síríus hafi dottið í hug að fara út í framleiðslu á "Stormskers" eggjum. Þau myndu seljast upp á "nó tæm". Ég myndi allavega spreða í eitt svoleiðis - og hlakka virkilega til að sjá hvaða málshátt ég fengi.........
Annars þá var ég var að lesa ljóð sem Stormsker samdi þegar hann var tvítugur - ég vildi að ég hefði þennan hæfileika - hver veit nema hann sé í leynum..... og bíði eftir að brjótast fram, tja reyndar samdi ég klámvísur hér einu sinni - kannski ekki mjög skvísulegt - en það fer nú ekkert lengra...... - afhverju haldið þið að Ingi hafi fallið svona gjörsamlega kylliflatur fyrir mér á sínum tíma....... var það blíða brosið - eða......... eitthvað annað...
Góða nótt - dreymi ykkur fallega...
Athugasemdir
klámhundurinn þinn stormsker er snillingur það er engin spurning
Kristberg Snjólfsson, 30.4.2008 kl. 08:01
ammm Stormsker er góður ---- þori ekki að hugsa um hverju Ingi hefur fallið fyrir
Margrét M, 30.4.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.