Saga dagsins
6.5.2008 | 13:45
Með mér vinnur ung gullfalleg og afar skemmtileg stúlka. Hún er í HÍ - og var um daginn að gera ritgerð - vantaði aðeins penna orð yfir hið annars ágæta orð að "ríða" .
Ég stakk upp á að hún gæti notað orðið "samfarir" sem er kannski aðeins penna - sem henni fannst það alveg brilljant, punktaði það á gulan "post it" miða sem hún stakk á góðan stað.
Ég býst nú við að hún hafi farið heim og klárað ritgerðina góðu (sem væri fróðlegt að lesa).
Hún var skiptinemi í fyrra - og var að vinna að gerð ritgerðar í sambandi við dvöl hennar þar - og upplifun hennar á fólkinu þar - og samskiptum kynjanna.
Jæja, ekki meira um ritgerðasmíði hennar.
En um helgina fór hún á djammið með vinkonum sínum, vatt sér upp að barborðinu - pantaði sér ægilega fínan kokteil í sínum fína svarta kjól með sitt ljósa hár, náði í debet kortið og rétti barþjóninum - eeeeeen áfast við debet kortið var þessi líka fíni post it miði - "SAMFARIR" var það eina sem aumingja barþjónninn sá - hann leit að sjálfsögðu undrandi á hana og hálf gapandi - hún brosti sínu blíðasta - þar til hún sá miðann sem var fastur við kortið........ hún varð að halda haus....... úbbs.... sagði hún og tók miðann af kortinu - kvittaði fyrir greiðslunni - og var fljót að láta sig hverfa.......
Athugasemdir
he he he
Kristberg Snjólfsson, 6.5.2008 kl. 14:00
hefði vijað verða vitni af þessu
Margrét M, 7.5.2008 kl. 08:32
Alveg snilld :)
linda (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.