Mig langar í mús....
19.5.2008 | 20:10
.... var Erla að tilkynna mér rétt í þessu - afþví að þær eru svo krúttlegar - gerðu það mamma...... þá ertu best - ég gaf ekki samþykki mitt fyrir því. Við eigum lítinn og sætan páfagauk - og held ég að það dugi í bili.
Síðan spyr Tanja mig - mamma, um hvaða kynsjúkdóm er auðveldast að læra??? -Hei nú varð ég orðlaus!!! Varð eitt stórt spurningamerki í framan - yppti öxlum og sagðist bara ekki hafa grænan grun.
Jamm, spurningar - geta verið af ýmsum toga sem dynja á manni........
Erla var að pæla í lífinu í síðustu viku, saknaði afa síns sem dó í fyrrasumar, vildi fá hann aftur. Ég sagði henni að nú væri hann engill - búinn að hitta mömmu sína og pabba - en hvernig fæddust þau spyr hún þá........ þau áttu mömmu og pabba....... já en hvernig fæddust þá þau???? þau áttu líka mömmu og pabba sagði ég - og svona gekk þetta á milli okkar - þar til hún sagði; Já en þau sem fæddust síðast - hvernig fæddust þá þau??? Fæddust þau bara upp úr grasinu???? - Þau leiða hugann að ýmsum hlutum þessar elskur - bara gaman að því.
Annars þá fannst mér ekkert gaman - þegar hún tók utan um haldlegginn minn og sagði; Mamma, voða ert þú með lina vöðva.......
Ef þið lesið bloggið hans Emils - þá er ég sammála honum með franska lagið - ótrúlega skemmtilegt lag þar á ferð.
Athugasemdir
það er ekkert sem heita linir vöðvar, þeir eru bara í afslöppun :D
Grumpa, 19.5.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.