17. maí 1985........
19.5.2008 | 20:45
....... akkúrat þann dag þá byrjuðum við Ingi saman, djö.... hvað maður er orðinn gamall - þó það sé nú ekki að sjá á manni...... tíhí....
Þannig að við héldum nú aðeins upp á daginn.
Ingi fór og keypti nautakjöt í Melabúðinni - bestu kjötbúð bæjarins. Ótrúlega gott kjöt sem við fengum - bráðnaði hreint út sagt upp í manni. Ég eldaði humar í forrétt, sem heppnaðist afar vel - stór og góður og alveg nýr. Maturinn heppnaðist sem sagt einstaklega vel, börnin tóku að sjálfsögðu þátt í þessu með okkur, Erlu fannst nú lyktin af forréttinum ekkert spennandi - og vildi frekar "skyndinúðlur" - hún kann ekki alltaf gott að meta - eins og þið sjáið. Ég útbjó í eftirrétt "tiramisú" - sem er alltaf gott.
Reyndar vorum við Ingi búin að þekkjast í 6 mánuði áður en eitthvað meira varð á milli okkar, við kynntumst í gegnum Biddu vinkonu. Þetta kvöld fyrir 23 árum fór ég á gamla góða "Hellinn" - en þangað gat maður alltaf farið og stólað á að hitta einhvern sem maður þekkti. Og viti menn - Ingi var þarna með vinum sínum þetta kvöld - og settist ég hreint út sagt ofan á hann. Hefur hann ekki losnað við mig síðan... klukkan 3 - þegar allir staðir lokuðu - stungum við af út í nóttina...... hann skilaði mér heim - eins og sannur herramaður - og áttum við stefnumót daginn eftir.
Kvöldið sem við hittumst í fyrsta skipti - vorkenndi hann mér, hélt ég væri fötluð - sama kvöld missteig ég mig svo illilega og haltraði allt kvöldið - ég var að vinna á einhverjum fundi - en þá var kennaraverkfall í gangi - og Bidda hafði smalað vinum sínum á fundinn - þar á meðal var Ingi og vinir hans. Við áttum nú eftir að hittast nokkrum sinnum eftir þetta - detta í það saman - hittast hjá Biddu og borða heimabakaða pizzu - og hittast í kaffi hjá henni. Þannig að við vorum farin að þekkjast ágætlega áður en eitthvað meira varð á milli okkar.
Athugasemdir
og svo segirðu að þú sért ekki orðin gömul
Kristberg Snjólfsson, 19.5.2008 kl. 21:11
Ég man vel eftir þessu. Þýðir það ekki að maður sé orðinn gamall
Kristján Kristjánsson, 19.5.2008 kl. 22:10
Já það er alveg skelfilegt hvað maður er oðinn gamall eða þannig. Við Gummi áttum 15 ára brúðkaupsafmæli 15. maí og krakkarni okkar elduðu flottan mat handa okkur í gær. (þá voru loksins allir heima). Þau enduðu svo máltíðina með því að bjóða okkur til útlanda. Við erum reyndar að fara núna um mánaðarmótin til Ungverjalands þannig spurning er hvort þeim hefur ekki fundist það nóg og viljað losna við okkur lengur eða oftar.
Kveðja Gerða Maja
Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:22
Að sjálfsögðu erum við ekki orðin gömul - hvorki í útliti - eða hugsun
Gummi og Gerða - til hamingju með 15 ára afmælið - góða ferð til Ungverjalands - og já hvert buðu börnin ykkur - valfrjálst e.t.v. - helgarferð - vikuferð - eða er það e.t.v. heimsreisa - lágmark 1 ár..... - ef mín börn myndu gefa okkur hjónum þannig ferð - væri ég hmmmm... glöð - en þó ekki.....
Lauja, 20.5.2008 kl. 17:53
til hamingju með öll árin saman, skötuhjú !
já það gerðist nú ýmislegt á Hellinum hérna back in the days :)
Grumpa, 22.5.2008 kl. 09:12
Hellirinn gamli góði, það var nú ýmislegt skemmtilegt og skondið sem þar gerðist. Einhverju sinni var Bidda vinkona á barnum, þegar einhver rakst utan í hana - hún æsti sig aðeins og segir um leið og hún snéri sér við "Ertu blindur maður??????" - þá var það Arnþór Helgason sem rakst utan í hana - og já hann er blindur........ en þetta kvöld var "Hálft í hvoru" að spila á Hellinum. Ég hugsa nú að hún Bidda mín muni eftir þessu atviki allt sitt líf....
Lauja, 22.5.2008 kl. 21:48
Til hamingju með daginn kæru heiðurshjón. Skamm Lauja, ertu farin að segja einhverjar drykkjusögur af mér af vefnum :) Ég var (og er) reyndar búin að gleyma þessu atviki, en mikið var oft gaman á Hellinum. En ... ef ég lít á ykkur Inga, sambandið ykkar og börnin, þá sé ég alveg kristaltært að ég ef ekki lifað til einskil. Kveðja Bidda.
Brynhildur Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 12:35
Í minningunni fannst mér allavega endilega að þú hafir lent í þessu, ætla þó ekki að fullyrða það. En allavega er þessi saga skemmtileg.
Lauja, 23.5.2008 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.