Erla að heimsækja skólann...
5.6.2008 | 13:10
Já, litla prinsessan mín fer í 6 ára bekk í haust, þannig að á morgun er hún að heimsækja skólann sinn.
Hún kemur til með að hitta kennarann og tilvonandi bekkjarfélaga, tekur með sér liti, pennaveskið sitt og nesti. Gerir verkefni - fer út í frímínútur - og hún er að deyja úr tilhlökkun............... æ hún er svo yndisleg - Ætli verði ekki smá höfuðverkur í kvöld í hvaða fötum hún á að fara.... Spurning hvort ég verði að naglalakka hana........ nei smá grín....... hún veit að hún á ekki að fara naglalökkuð í skólann
Systkini hennar eru loooooooksins búin í prófum - og fá einkunnir afhentar á laugardag - og er engin smá gleði í gangi hjá þeim. Ég skil þau ósköp vel.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 17.6.2008 kl. 09:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.