Börnin í sumarvinnu
11.6.2008 | 21:52
Jamm, þau eru komin í vinnu hjá pabba sínum - og skiptast á - koma síðan dauðuppgefin heim á kvöldin. Tanja og Sindri voru hjá pabba sínum í dag, byrjuðu daginn snemma - ég kom þeim á fætur kl. 5:45 og saman bárum við út Mbl og 24 stundir - síðan var farið heim og þau fengu sér morgunmat og höfðu sig til í Smurstöðvarvinnuna, þau hafa gott af þessu - gera svo sem ekki það erfiðasta - en dæla á bíla og þess háttar.
Ingi, Andri og Tanja eru núna á fótboltaleik, ég fór aðeins út áðan með þau 2 yngri með mér og Sindri rotaðist gjörsamlega í bílnum. Við Erla fórum úr bílnum út í móa að tína blóm - til að setja í vasa - en hún er óskaplega mikill blómaaðdáandi, á meðan hraut Sindri í bílnum.
Þegar við komum heim - skellti hann sér beint í sófann og hélt áfram að sofa, Erla bað hann að hjálpa sér að taka Simpsons upp - en hann var í öðrum heimi - hann "tækjatröll" heimilisins - sagðist ekki kunna að taka upp....... hann settist upp og fór að færa sófaborðið til og frá - og sagðist ekkert vita hvernig ætti að taka Simpsons upp - Erla var nú frekar pirruð út í bróður sinn - en mamma "ekki-tækjatröll" reddaði þessu
Hann er svo fyndinn hann Sindri minn þegar hann er syfjaður - hann er þvílíkt í öðrum heimi að ekkert þýðir að tala við hann - ef ég vek hann til að fara á klósettið - fer hann jafnvel inn í eldhús og stendur þar - og veit ekkert hvað hann á að gera - það er ekki með nokkru móti stundum hægt að ná sambandi við hann þegar hann er í þessu ástandi.
Hann gengur þó ekki í svefni - en maður hefur nú heyrt ýmsar sögur af fólki sem gengur í svefni. Margar hverjar afar skondnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 17.6.2008 kl. 09:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.