Þetta lag heyrðum við Ingi fyrst.....
18.6.2008 | 22:46
í brúðkaupsferðinni okkar í siglingu á lítilli eyju í Karíbahafinu fyrir 17 árum. Eyjan heitir St. Lucia, yndisleg eyja - ósnortin og yndislegt fólk þar.
Ótrúlegir kofar sem fólkið bjó í - en uppi á hverju einasta kofaþaki var sjónvarpsloftnet og glæsikerra í bílastæðinu...... fólk leggur mismikið upp úr hlutunum.
Eitt kvöldið fórum við í lítið þorp - en alltaf á föstudagskvöldum breyttist allt þorpið í "risapartý" útigrill, bjór og vín flæddi um þorpið - sérstök upplifun. Í öðru þorpi sem við fórum í - ágætlega stórt þorp - en aðeins 1 hús í bænum var með rennandi vatn - í öðrum hlutanum var sláturhús - en í hinum hlutanum var "þvotta- og sturtuaðstaða" fyrir bæjarbúa. -Ótrúlegt !
En þetta lag heyrðum við sem sagt í kvöldsiglingu og á heimleiðinni til Íslands stoppuðum við í London í nokkra daga og keyptum þennan disk með Enigma þar.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.