Ættaróðalið hans Inga.......

...... já við ætlum að skella okkur þangað um helgina.  Nánar til tekið erum við að fara að Laugarvatnshelli.  Afi og amma Inga voru síðustu hellisbúar á Íslandi.  Hins vegar fæddist tengdapabbi eftir að þau fluttust úr hellinum, en tvær systur hans fæddust í hellinum á sínum tíma, einn bróðir fæddist þó ekki í hellinum, en þau bjuggu þar´með 3 börn.    Það eru nú ekki svo ýkja mörg ár síðan það var.  Við erum að fara að hitta föðurfólk Inga á laugardag á þessum stað, það verður gaman að hitta þau.  Það á að  fara að afhjúpa skilti við hellinn.

laugarvatnshellir.jpg

Vona ég að veðrið verði eins gott um helgina og það er búið að vera síðustu daga.

Annars þá var ég alveg skelfilega húsmóðurleg í gærkvöldi - tók mig til og bakaði kleinur - og heppnuðust þær alveg asssgoti vel - miðað við að þetta var frumraun mín í kleinubakstri.  Fékk uppskriftina hjá tengdamömu - sem bakar bestu kleinur í heimi.  Ágætt að eiga þetta til í frystinum - og grípa með í fríið.

Erla var að horfa á DVD mynd í gærkvöldi - þegar allt í einu dettur upp úr henni:  .....oj hvað hún er ljót með græn augu........ ég horfði á hana smástund - þá uppgötvaði hún hvað hún hafði sagt - og segir þá ...... en þú ert bara sæt með græn augu Kissing   ... hún var að horfa á Öskubusku - og fannst stjúpan ekki mjög falleg....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Eruð þið hellisbúarnir að fara í útilegu og gista á óðalinu ykkar ?

Kristberg Snjólfsson, 26.6.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Lauja

Tja.... maður ætti e.t.v. að eyða sumarfríinu þarna - upplifa "gömlu dagana"  ....annars var Erla mikið að spá í hvort væri ennþá eitthvað "dót" í hellinum - frá því var búið þar.....    ....nokkuð viss um að henni komi til með finnast skrítið að sjá þarna inn....

Lauja, 26.6.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Margrét M

til hamingju með kleinurnar ---  

Margrét M, 26.6.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband