Vinnustaðahrekkir.......

......... þeir geta verið af ýmsum toga...... misalvarlegir þó......

 Einhverju sinni gekk Ingi um sinn vinnustað með helblátt eyra..... þá voru til stimpilpúðar og gráir símar (hver kannast ekki við þá??)  - vinnufélagarnir þrýstu símtólinu ofan í stimpilpúðann og kölluðu á hann í símann......... og viti menn - hann uppskar blátt eyra....... í nokkra daga....

Vinnufélagi Inga notar mjööög mikinn sykur í kaffið....... einhverju sinni skiptu þeir sykri út fyrir salt...... en þeir fengu ekki blítt bros frá honum þegar hann fékk sér morgunsopann sinn einn kaldan vetrarmorgunn......... (sennilega kannast margir við þetta)

Ingi setti eitt skipti tissjú inn í samloku vinnufélaga síns, hann smjattaði á henni ...... fannst hún eitthvað öðruvísi........ tók þá eftir grunsamlegum vinnufélögum....... sem höfðu fylgst með honum smjatta á þessu.....

Síðan settu þeir koppafeiti inn í samloku hjá honum nokkrum dögum síðar.... það var líka hálf ógeðslegt - slímug samloka.... jukk........ eftir það hætti hann að mæta með samlokur í vinnuna.....

Síðan fór vinnufélagi Inga að gera morgunverkin sín á klósettinu - þegar hinir tóku sig til - sóttu afar skítuga loftsíu og loftbyssuna........ þrýstu síunni neðst við klósetthurðina - og hreinsuðu úr síunni inn á klósettið..... hóst... hóst..... - síðan braust hann fram kolgrár og rykugur í hóstakasti - hinir lágu hins vegar í hláturskasti yfir þessu.....   ....skepnur Tounge

Nýr starfsmaður lendir í árekstri á fyrirtækisbílnum, hann fór yfir á rauðu ljósi og fékk annan inn í sig - slasaðist þó ekki, eftir skýrslutöku tekur hans yfirmaður á móti hinum með reikning stílaðan á hann upp á 1,4 milljón + VSK...... og skýring er "Citroen"........ kemur í ljós á morgun hvort hann hafi sagt upp.......... eða fengið kvíðakast..... Errm

Þegar "leynivinavika" var einhverju sinni í vinnunni minni - mætti einn starfsmaður á sitt vinnusvæði um morguninn - þá var búið að grenigreina-klæða allt hans svæði - mjög skondin sjón..... hann tók þessu létt - nema þegar hann settist í sætið sitt og greninálar stungust upp í rassinn hans...... Wink  ræstingafólkið var hins vegar ekki mjög glatt yfir þessu.

Þegar starfsmaður kom úr sumarfríi var búið að klæða allt hans vinnusvæði með álpappír - pennar - reiknivél - lyklaborð - post-it miðar - sími - headsettið - allt nema bréfaklemmurnar....   .... það tók hann dágóða stund að afklæða sitt svæði.....

Þegar ég var 16 ára var ég að vinna á símanum í vinnunni með pabba, ég hringdi í "Orð dagsins" og gaf símann á starfsmann - sagði að merkur maður  vildi ná tali af honum...... hann þaut inn til sín...... "blessaður..." heyrðist í honum..... síðan kom hann fram til mín..... brosandi - fannst þetta bara fyndið.... (Rauða torgið var ekki komið í þá daga.......) Joyful   ..... hann hefði þá sennilega læst að sér og komið fram dágóðri stund síðar.........Grin

Ef einhverjir hafa skemmtilegar "vinnustaða-hrekkjasögur" þá væri gaman að heyra af þeim......

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ormar  eruð þið ekki dytti mér sko í hug að hrekkja nokkurn mann, nei ég er ekki með hrekkjalómagenið í mér eins og þið

Kristberg Snjólfsson, 2.7.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Lauja

Nei, ég veit Kiddi minn, það er ekki til svona púkaskapur í þér....

Lauja, 2.7.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband