Hundadagar byrja í dag.......

....... og samkvæmt sögunni eiga næstu 40 dagar að vera eins og dagurinn í dag - veðurfarslega séð.......  var ég nú reyndar að vona að í dag væri sól og hiti - bara upp á næstu 40 daga að gera...... en manni verður víst ekki alltaf að óskum sínum Errm

Adda litla systir mín á afmæli í dag - til hamingju með það skvís Smile    ...... og þar sem ég er alltaf 25 ára Whistling - þá er hún víst bara 20 ára - skrítið að hún skuli eiga barn sem er 12 ára....... WOW...... hún hefur byrjað snemma W00t

Við erum búin að fara í útilegu og í sumarbústaðinn í fríinu okkar - Ingi náði sér í einhverja pest þannig að nú erum við bara heima að dúllast - annað hvort er hann með ofnæmi fyrir að vera of mikið með mér - nú eða með ofnæmi fyrir sveitalofti - ég hallast nú frekar að þessu síðarnefnda Joyful 

Í gærkvöldi dældi ég í hann  heitu kakói - með rótsterku rommi (Stroh 80%) - rífa þetta úr honum - virkaði ekki alveg í fyrstu tilraun - held því áfram í dag og næstu daga - hann verður sem sagt pissfullur með mér næstu daga - og ægilega ánægður með lífið og tilveruna... LoL 

Ég kíkti til mömmu í gær og í fyrradag - hún er ósköp eitthvað tuskuleg - en hressist þegar maður kemur í heimsókn til hennar.  Erla var með mér í gær - við fórum saman í bæjarferð - bara við tvær - og réð hún ferðinni - aðeins skoðað það sem henni fannst spennandi - enduðum síðan á að kíkja til mömmu - Erla talaði út í eitt - held nú bara að mamma hafi haft gaman af því.

Við Ingi ætlum á Mamma Mia myndina bráðlega - látum börnin vera heima "komum okkur í gírinn" (eigum þó ekki til ABBA outfit - alveg synd...... við hefðum tekið okkur svoooooo vel út í þannig dressi.... Sick ) .....það verður bara gaman að sjá myndina - sáum söngleikinn fyrir 2 árum í London og var hann afskaplega skemmtilegur - þannig að við hlökkum til að skella okkur og sjá þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

við viljum ekki hundadaga

Margrét M, 14.7.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband