Blogglata frúin
12.8.2008 | 21:09
jamm... ég er víst búin að vera óttalega löt að blogga að ráði síðustu vikur - en þetta kemur allt saman.
Ég kíkti að gamni inn á eldri bloggfærslur mínar - en skrítið hvað er stutt síðan ég var nú samt að skrifa þær - þó svo séu liðin nærri 2 ár frá fyrstu færslu.
Þetta er svo sem hálfgerð dagbók hjá manni - að hluta til - að sjálfsögðu er hún ekki tæmandi - enda held ég vinir fjölskylda séu ekkert áfjáð í að lesa allt sem flýgur í gegnum hugann minn - gæti að sjálfsögðu verið afar krassandi lesning ...... en læt þetta haldast áfram eins og hefur verið.
Sumarfríið var á rólegri nótunum - enda tók Ingi upp á að fá lungnabólgu. Ég var nú farin að halda að hann væri kominn með ofnæmi fyrir mér - að vera of mikið með mér - en eftir 4 heimsóknir til lækna - fékk hann úr því skorið að hann væri með lungnabólgu..... En við eyddum talsverðum tíma í sumarbústaðnum og nutum þess að gera svo sem ekki neitt nema dinglast saman - spila - fara í heita pottinn, lesa fara í sólbað..... já bara afslöppun og nutum lífsins. Enda komum við ósköp úthvíld eftir þetta frí. Engar skoðunarferðir - eða langkeyrslur.
Síðan fór ég á ættarmót út frá mömmu ætt í lok júlí. Ingi og Andri voru heima en ég tók hin 3 börnin með mér. Fékk húsbílinn lánaðan hjá tengdó - sem eru bara BEST - og vorum við ekkert smá fegin að mæta seint á föstudagskvöldi í roki og rigningu - og þurfa ekki að tjalda. Gaman að hita ættingjana - og meira að segja er einn vinnufélagi frændi minn (hann er afskaplega fínn - þannig að ég er ekkert hissa að hann skuli vera frændi minn..... ).
Við vorum á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri - sem er afskaplega fínt - góð aðstaða til alls. Við grilluðum saman á laugardagskvöldinu - börnin voru í fótbolta en þau 3 yngstu voru í Bratz leik - lögðu tjaldið hjá Öddu og Emil undir sig í leikinn. Mjög fínt veður á laugardeginum en blautt á sunnudeginum þegar verið var að taka saman - þannig að öll börnin sér morgunmat hjá okkur og horfðu síðan á DVD mynd meðan foreldrar tukur niður blaut tjöld.
Síðan tók vinnan aftur við - lífið fer í sínar skorður alltaf á endanum - er allavega heppin að vera ánægð í vinnunni og í raun hlakka til að mæta í hana á hverjum degi - góður starfsmórall - og öll aðstaða til fyrirmyndar, kannski er stundum aðeins of mikið að gera - en dagurinn er nú líka afar fljótur að líða, en þegar eru sumarfrí - þá gengur maður aðeins inn í störf annara - sem er bara hið besta mál.
Skólarnir byrja í næstu viku - OMG....... hvað er stutt þangað til - síðustu skólaslit voru í síðustu viku (hér um bil) ..... Erla hlakkar að sjálfsögðu til að byrja í skólanum - búin að fá skólatösku og pennaveski - bleikt að lit - prinsessan mín.
Jæja - verð að gera eitthvað hérna megin - Erla vill komast í bað með dúkkuna sína - best að láta það eftir þessari elsku.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.