London ferð
29.11.2006 | 10:29
Við fórum þann 16. nóv. s.l. til London, barnlaus - ágætis tilbreyting - en með góða ferðafélaga - þau Kidda og Möggu.
Við fórum á Mamma Mia söngleikinn (ABBA), og það var svo gaman, fólk á öllum aldri - gamlar ömmur við hliðina á okkur - sem lifðu sig svo inn í þetta - það var uuunun að horfa á þær.
Fyrir aftan okkur voru þroskaheftir - sem skemmtu sér líka svo vel.
En allavega næst þegar við förum til London förum við á þennan söngleik aftur - manni leið svo vel þegar við komum út. - ÆÐI
Síðan var farið út að borða, á steikarstað og var að sjálfsögðu dýrindissteikur valdar og vel útilátið - rauðvín og bara gaman.
En í þessari ferð fékk ég hið undarlegasta kaffi, og fannst okkur það ekkert sérstaklega fyndið akkúrat þegar það var borið á borð. En eftir á er það bara drepfyndið.
Við fórum í Líbanskan veitingastað og þegar búið var að borða það sem var valið - misgott ákváðum við að fá okkur kaffi - "nei þið ekki fá ykkur kaffi - ekkert gott" sagði þjóninn. Jú okkur langaði í kaffi, héldum að þjónninn vildi bara losna við okkur - var frekar fúl týpa - og hann kom með kaffið - við héldum að þetta væri grín eheheheh...... en neibs - við fengum soðið vatn með rósalykt!!!
Já, ef þið viljið bjóða upp á líbanskt kaffi þá sjóðið þið vatn og látið út í það rósavatnsdropa - volla!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.