Börnin eru sofnuð óvenju snemma......
19.8.2008 | 22:12
.... þannig að við hjónin höfum kvöldið alein - útaf fyrir okkur......
ég sæki nuddolíuna kem mér vel fyrir í sófanum - Ingi stendur fyrir framan mig og fer óvenju rólega úr skyrtunni
- kemur sér síðan vel fyrir á gólfinu fyrir framan mig. Taktu nú vel á mér segir hann - ég set olíu í hendina - byrja að strjúka hægt og rólega - upp og niður - taktu nú vel á segir Ingi - OK elskan mín segi ég
- Ingi stynur úhhh... ohhhhh..... ekki alveg svona fast..... farðu aðeins neðar..... ég renni höndunum ljúflega um hann, strokurnar verða aðeins þéttari.... renni síðan yfir svæðið lauflétt með nöglunum - til að auka aðeins á unaðinn....... eruð þið nokkuð að misskilja hvað er í gangi??????? Ingi er að sjálfsögðu með bullandi vöðvabólgu - og ég er að reyna að nudda hana úr honum....... datt ykkur eitthvað allt annað í hug?????? .... ég bara spyr......
Athugasemdir
Nei mér datt ekkert annað í hug.
Matthildur B. Stefánsdóttir, 26.8.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.