Pálmatré...

... ég fékk mér "pálmatré" að borða í hádeginu í dag........ ótrúlegt - en satt! 

Á fimmtudögum er alltaf boðið upp á aðeins betri mat í hádeginu í vinnunni - en "pálmatréð" var þó aðeins einn lítill hluti af því sem var á salatbarnum - mjúkt undir tönn - útlitslega minnti þetta mig á blaðlauk Smile

Maður má ekki vera matvandur og verður að prófa nýja hluti - ekki satt?

 Efast þó um að mín fjölskylda myndi brosa sínu blíðasta til mín ef ég færi að bjóða þeim upp á "pálmatré" í matinn.

Þar sem neyðarástand er í landinu - og fólk farið að hamstra vörur úr stórmörkuðum - er þá ekki ágætis hugmynd að fara að éta stofublómin - allavega í neyð - sjóða þau niður... hmmm bara hugmynd LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég væri alveg klár í að sitja undir pálmatré núna  hef ekki mikinn áhuga á að eta stofublómin en gæti verið góð hugmynd fyrir Inga hann er jú svo mikið fyrir grænt í matinn

Kristberg Snjólfsson, 9.10.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Margrét M

ekki nema von að Kiddi vilji ekki borða blómin við eigum bara 4 blóm  - telst ekki vera mikill forði

Margrét M, 9.10.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Lauja

Hmmmmm.... Ingi myndi sennilega frekar svelta en að éta of mikið af grænu fæði - annars er ég með ógrænustu fingur sem um getur í sögunni - á ekkert blóm - ekki eitt EINASTA -

hins vegar var ég að spá í hvert "pálmatréð" sem var á 5 hæð í vinnunni  um daginn hefði farið....... tja.... sennilega hef ég verið að éta það........  .......smá grín!

Lauja, 9.10.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband