Skóinn út í glugga í kvöld......
11.12.2008 | 15:29
Já, fyrsti jólasveinninn kemur víst í nótt...... og er spenningur hjá litlu músinni
Börnin mín hafa alltaf hlakkað til þessa dags - frekar þó held ég út af því að skórinn fer í gluggann í kvöld - ekki út af því að ég á "afmæli" - hmmm........
Margir búnir að syngja fyrir mig í dag - bæði familían og vinnufélagar - mjög gaman
Jólahlaðborð var í vinnunni í dag - þannig að allir borðuðu á sig gat - eingöngu mér til heiðurs - reyndar kom einn upp til mín - hann er langur og mjór alveg eins og I í laginu - en í dag leit hann út eins og Þ gerði það bara fyrir mig
Ingi ætlar að elda eitthvað gott fyrir mig í kvöld - og dekra við mig út í eitt....... - þannig að ég verð eins og Prinsessan á bauninni í aaaaalllllllt kvöld - ætla að njóta þess í tætlur
Athugasemdir
Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún lauja hún á afmæli í dag. Til lukku með daginn
Kristberg Snjólfsson, 11.12.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.