Ég óska öllum gleðilegs árs

Búin að vera frekar löt í blogginu, en það er bara þannig. 

Nóg að gera í vinnu sem og á stóru heimili.

Jólin liðu allt of fljótt, heima á aðfangadag og jóladag, á öðrum í jólum vorum við 22 í mat hérna, hrátt naut í forrétt, lamb í aðalrétt og eftirréttaúrval á eftir, allt heppnaðist afar vel og mjög gott að éiga 2 frídaga eftir..... verð að segja að´eftir svona veislu - dýrka ég uppþvottavélina (ok ok dýrka hana svo sem alltaf).

Brjáluð vinna hjá mér og þessa 2 vinnudaga milli jóla og nýárs var ég að vinna frameftir til 22 annan daginn en 23 hinn daginn.  Það var þó í góðu lagi - var þó orðin hálf heiladauð og augun að verða "skjá"-laga eftir þetta.

Í gær fórum við í mat til Kidda og Möggu - tengdó komu einnig, afar góður matur hjá okkur - og smá "tertuúrval" - til að sprengja - engan vegin þó í líkingu við það sem áður hefur verið.

Erla var orðin frekar þreytt á þessum skotum - og rétt eftir miðnætti bað hún mig að koma inn með sér, hún væri búin að sjá öll ljósin - þetta væri eiginlega allt eins......

Erla plataði pabba sinn með sér í barbíleik í gær, - þó kom undarleg setning frá Inga í þessum leik.  Ein barbídúkka var með barn í maganum - Erla var búin að taka barnið - en vildi koma því aftur á réttan stað - og bað pabba sinn að hjálpa, þá sagði Ingi svo snilldarlega "ég kann ekkert að setja barn í magann" !!!!!!!  -ég leit á hann - og spurði hvort hann kynni það virkilega ekki - ég hefði nú allt aðra reynslu af því !  -  Hann glotti nú til mín - þegar hann fattaði hvað hann hafði sagt!

Dagurinn í dag var hálfgerður letidagur, sofið frameftir - ég heimsótti reyndar mömmu - og var Hrabba hjá henni á sama tíma.  Ég ákvað að elda bita af hamborgarhrygg sem var til - og ætlum við að eyða kvöldinu í algjörri leti -´finna DVD mynd til að liggja yfir - áður en rúmið tekur við.

Þó er ljúft að þurfa aðeins að vinna í einn dag - síðan er komin helgi.

Gleðilegt ár allir saman - megi nýja árið verða gæfuríkt og fullt af skemmtilegheitum fyrir ykkur öll !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband