Bloggleti....
4.3.2009 | 20:05
.... jamm hún hrjáir mig víst - er reyndar talsvert á "Fésbókinni" góðu - sem er hinn mesti tímaþjófur - þó skemmtilegur.
Annars er allt gott af okkur að frétta, Smurstöðin fer að flytja - dregst alltaf eitthvað - átti að vera í byrjun febrúar - en sennilega ekki fyrr en um miðjan mars. Nýi staðurinn er afskaplega fínn - en þá er að reka strákana í að hafa hreinlegt...... en er ekki erfitt að kenna gömlum hundum að sitja - Ingi getur e.t.v. farið í þessa líku fínu verslun sem er við hliðina á nýja staðnum - og fjárfest í einni góðri svipu eða svo.......
Mamma er enn óttalega slöpp, og fór á Sunnuhlíð í gær, ekkert alltof sátt með það, vonandi að hún verði ánægð þegar hún venst þessari breytingu.
Erla er sjúk í að leika - alla daga við vini sína - sem er afskaplega jákvætt. Hún og Hrefna besta vinkona hennar ætla að prófa að fara í barnakórinn í Grafarvogskirkju - það verður áreiðanlega gaman hjá þeim ...núna eru allir svo miklar rúsínur - eða rúsínubollur í hennar augum - og er hún stundum ansi fyndin þessi skotta. .....hún er þó allavega hætt að tala um hvað allir séu mikil rassgöt!
Nóg að gera í vinnunni, árshátíð á næsta leiti, sem haldin verður í Vodafonehöllinni......... klassastaður .......og næsta föstudagskvöld ætlum við sytur að hittast, kjafta saman um landsins gagn og nauðsynjar.... og kannski að fá okkur aðeins í tána........ það verður fínt.
Læt þetta duga í þetta skiptið - má ekki alveg gleyma mér í "fésbókarheiminum"- og verð að setja hér inn eina og eina færslu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.