Gamlir menn eru svo krúttlegir........

Erla mín kom með þessa tilkynningu í gær, ég skaust með hana inn í Skólavörubúðina áður en ég fór að skúra..... þegar við förum út - situr gamall maður í bíl beint fyrir utan..... hún vinkar honum - snýr sér síðan að mér og segir:  Mér finnst gamlir menn svo krúttlegir - með svona strik í andlitinu - og líka gamlar konur......

Æ.... hún er eitthvað svo skemmtileg þessi stelpa InLove

Nýjasta gæluorð hennar - um okkur foreldrana - er að við erum "svínagrísir" - þú ert svo mikill svínagrís - segir hún - tekur utan um mann og knúsar.......   hugmyndaflugið í henni er ansi auðugt... vona að það haldist þannig....... út lífið. 

Hún er farin að syngja í kór - 6-7 ára barna í kirkjunni - hún og Hrefna vinkona hennar vildu prófa - og finnst þeim voða gaman.  Eiga að syngja í messu næsta sunnudag í Borgarskóla.  Allar fengu þær kjóla á síðustu æfingu - og tilhlökkun hjá dömunni.

Smurstöðin (Smurstöðin Stórahjalla) -  er loksins að flytja, síðasti dagur í dag er á gamla staðnum - sem er nú dálítið skrítið - hafa verið á sama stað í 34 ár.  

Nýi staðurinn er á Dalvegi 16a - við hlið hinnar geysivinsælu heimilisvöruverslunar "Amor" LoL - beint á móti Europris - og hinumegin við Dalveginn er Sorpa...... stöðin er ekkert smá flott hjá þessum elskum - opnunarhátíð verður hjá þeim á morgun - þannig að nóg verður að gera hjá þeim - að klára að flytja og "sjæna" allt saman.  Vona að verði brjálað að gera hjá þeim - enda fara þeir að taka aðeins meira en þeir gerðu...... smærri viðgerðir.

Læt þetta duga í þetta skiptið Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband