Er ekki lífið æðislegt.......
18.5.2009 | 14:17
Sólin sleikir mann að utan og innan - verst að sitja inni og horfa löngunaraugum út í blíðuna.......
Ísland lenti í 2 sæti í Eurovision - og magadansarinn frá Grikklandi virtist sár og sorrí......... æ.... mér fannst hann svo hrikalega............. asnalegur - aumingja súkkulaðidrengurinn í magaskyrtunni..... ég bjóst nú við að myndi glitta í "nafla-skraut" hjá honum - þegar hann var að fetta sig og bretta....... "Eistneska" lagið fannst mér hins vegar mjög flott - sem og það franska.... er þó mjög sátt með sigurlagið......
Í gær voru liðin 24 ár síðan við Ingi byrjuðum saman......... OMG.......hvað tíminn er eitthvað fljótur að líða - við ennþá svo ung og sæt
Prófin fara að byrja hjá 3 yngri börnunum... en Andri er búinn....... það mætti eiginlega fara að koma rok og rigning.... auðveldara fyrir gríslingana að einbeita sér að próflestri í þannig veðri.....
Á morgun eru Ingi, Tanja og Sindri að fara til augnlænis, Ingi er alltaf jafn skotinn í mér og finnst ég enn jafnsæt og þarna í denn....... spurning hvort sé nokkuð vit í því að láta hann fá gleraugu.... þá fer hann að sjá allt...... allt of vel
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.