Góður forréttur
28.10.2009 | 12:24
Þessi forréttur er ótrúlega góður - útbjó þennan fyrir Andra afmæli. Piparmix var hins vegar hvergi til - notaði í staðinn "Argentínu nautakrydd - og jók við piparinn (grænn-rauður-svartur og hvítur) - var mjög gott. Við létum kjötið standa í rúman hálfan sólarhring í stofuhita - börnin mín eru brjáluð í þetta - sem og við hjón. Ég hef útbúið nautacarpaccio - einstöku sinnum - sem mér finnst alveg hrikalega gott - ins vegar tekur talsvert lengri tíma að útbúa það - prófið þetta endilega. Ef ykkur finnst þetta of sterkt - þá er hægt að skafa kryddið af áður en þið skerið í sneiðar.
Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002 | ||||||||||||
(Rétturinn sem sló í gegn á sýningunni Matur 2002.)
Vöðvinn er skolaður og hreinsaður vel. Síðan er hann skorin í þrjár lengjur eftir endilöngu, þá minna ræmurnar hvað stærð og lögun varðar á lambafille. Kryddinu er blandað saman í skál. Vöðvinn hjúpaður kryddblöndunni og saltinu stráð yfir hann að síðustu. Vefjið vöðvann í plast og látið standa í kæli í 3 daga fyrir neyslu. En....ef tíminn er naumur er kjörið að krydda vöðvann og láta hann vera á eldhúsbekknum næturlangt, setja hann síðan í ísskápinn og hafa hann þar til kvölds, eða næsta dags. Ef kjötið er við stofuhita gengur kryddið mun hraðar inn í vöðvann en ef hann er kaldur. Passið að skera vöðvann í þunnar sneiðar sem fara vel í munni. Þessi stendur fyrir sínu einn og sér án nokkurs meðlætis. En....auðvitað má bera með brauð, salat og sósu. Til dæmis, sinnepssósu, hvítlaukssósu eða jógúrtsósu. |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.