Öðruvísi skinkusalat.......
28.10.2009 | 14:08
Ef þið eruð orðin þreytt á þessum venjulegu skinkubrauðtertum - þá er hér ógeðslega góð uppskrift af skinkusalati.
Fyrir eitt af afmælum barnanna - setti ég þessa uppskrift saman - og hún klikkar aldrei - brauðterta með þessu salati klárast alltaf !
300 gr. majones
1 dós sýrður rjómi
1/2 - 1/4 krukka Mango chutney
2 tsk Tandoori krydd (mér finnst best frá Rajah / fæst t.d. í Hagkaup og Nóatún - annars frá Pottagöldrum)
1 stór pakki af skinku
1 lítil dós grænn aspas
8 harðsoðin egg
slatti af rauðum vínberjum (skorin til helminga)
En að sjálfsögðu smakkið þið þetta til eftir ykkar smekk.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.