21 dagur til jóla.......

Sjitt hvað tíminn flýgur.......

Erla tilkynnti okkur foreldrunum í gær að við ætlum með henni í bíó um helgina.  Síðan ætlar hún að púsla 700 bita púsl með pabba sínum.... eftir bíóferðina -  hún reyndi að dobbla pabba sinn í púslið í gær - en hætti síðan við.

Ég er að setja jólaskraut upp í rólegheitunum heima - kemur hægt og sígandi - þarf síðan að fara að finna eitthvað jólaskraut til að taka í vinnuna hans Inga og skreyta þar.....

Í tilefni dagsins ætla ég að setja inn stórskemmtilegt jólalag - ekki eins hátíðlegt og lagið sem ég setti inn í gær - en ég er afskaplega skotin í þessu lagi, með Pouges og Kirsty McCall - heitir Fairytal of New York. 

Þess má geta að söngkonan lést rétt fyrir jól árið 2000 í sjóslysi í Mexíkó þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni.  Hraðbátur kom á mikilli ferð og lenti á bátnum sem hún var á.  Hún náði að bjarga syni sínum áður en hraðbáturinn lenti á þeim - hins vegar lést hún samstundis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband