16 dagar til jóla.......

.... sem þýðir að nú verður að fara að leggja höfuðið í bleyti og finna hvað er hægt að gefa börnunum í jólagjöf......... börn sem eiga svo sem allt!  Maður getur stundum verið svo tómur í höfðinu og haugmyndasnauður - en þetta reddast alltaf á endanum Smile

Ég er að sjálfsögðu með Facebook síðu - eins og þó nokkuð margir aðrir Íslendingar.  Er komin með yfir 190 vini...... sem er alveg andsk.... mikið.  En þegar ég á 8 systkini, maðurinn á 8 systkini, pabbi átti 8 systkini og tengdamamma á 9 systkini, þegar maður er orðinn vinur þeirra, þeirra maka, barna þeirra  og jafnvel barnabarna - þá er hópurinn fljótur að stækka.  Sömuleiðis þá  vinn ég á stórum vinnustað - þannig að samstarfsfélagar telja ansi marga - meira að segja fyrrverandi samstarfsfólk, síðan eru vinir og gamlir skólafélagar.  En afksaplega er þó gaman að vera þarna inni, fylgjast með fólki, og að sjá myndir sem fólk setur inn. 

Kannski að ég smelli inn einu íslensku jólalagi í dag.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband