Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Afmælin - 28. nóvember
29.11.2006 | 10:50
Já, elskurnar mínar eiga afmæli í dag. Ingi er 45 ára í dag, Erla er 4 ára og svo eigum við Ingi 20 ára trúlofunarafmæli í dag - kræst hvað tíminn er fljótur að líða.
Mér finnst nú ekki vera langt síðan við sátum á rúminu hans Inga í Mýrarseli, kysstumst og settum upp hringana.
En það var sem sagt haldið upp á Erlu afmæli s.l. sunnudag, hún vara afskaplega spennt og hlakkaði mikið til - enda fékk hún helling af pökkum. Mest af fötum en það er líka eitthvað sem hún er ánægð með.
Að sjálfsögðu fékk hún líka eitthvað dót, sem var fínt.
Við gáfum henni dúkkuhús fyrir allt "barbie og Bratz-dótið", öskubuskubúning sem var keyptum í London og skó.
Amma og afi í Kóp gáfu henni kjól úr Monsoon - keyptur í London.
Amma og afi og Gutti gáfu henni: æðislegan svartdoppóttan "parísar" kjól og herðaslá yfir, græna peysu, hnébuxur og húfu við buxurnar.
Anna og co: Pils, hlírabol og sokkabuxur.
Erla Ósk, Gaui og Valli gáfu henni hvíta prjónaða axlapeysu.
Guðbjörg og Co: Barbie dúkku með barn og helling af fylgihlutum.
Kiddi og Co: Litlu hafmeyjuna (barbie dúkku)
Matta og Co: Náttkjóll
Hrabba og co: Jólastjarna - DVD diskur (föndur, upplestur o.fl.)
Adda og co: Bleikt prjónað ponsjó
Brynja og co: Litir, litabók og hellingur af hárdóti
Bidda og co: Grettir DVD mynd
Að sjálfsögðu var bleik afmæliskaka - svín sem var mjög fínt, ásamt öðrum týpuskum kökum og brauðréttum á afmælishlaðborðið.
En dagurinn gekk vel og Erla var ofuránægð og sofnaði sæl í stofusófanum þegar búið var að setja húsið hennar saman.
Bloggar | Breytt 2.4.2007 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
London ferð
29.11.2006 | 10:29
Við fórum þann 16. nóv. s.l. til London, barnlaus - ágætis tilbreyting - en með góða ferðafélaga - þau Kidda og Möggu.
Við fórum á Mamma Mia söngleikinn (ABBA), og það var svo gaman, fólk á öllum aldri - gamlar ömmur við hliðina á okkur - sem lifðu sig svo inn í þetta - það var uuunun að horfa á þær.
Fyrir aftan okkur voru þroskaheftir - sem skemmtu sér líka svo vel.
En allavega næst þegar við förum til London förum við á þennan söngleik aftur - manni leið svo vel þegar við komum út. - ÆÐI
Síðan var farið út að borða, á steikarstað og var að sjálfsögðu dýrindissteikur valdar og vel útilátið - rauðvín og bara gaman.
En í þessari ferð fékk ég hið undarlegasta kaffi, og fannst okkur það ekkert sérstaklega fyndið akkúrat þegar það var borið á borð. En eftir á er það bara drepfyndið.
Við fórum í Líbanskan veitingastað og þegar búið var að borða það sem var valið - misgott ákváðum við að fá okkur kaffi - "nei þið ekki fá ykkur kaffi - ekkert gott" sagði þjóninn. Jú okkur langaði í kaffi, héldum að þjónninn vildi bara losna við okkur - var frekar fúl týpa - og hann kom með kaffið - við héldum að þetta væri grín eheheheh...... en neibs - við fengum soðið vatn með rósalykt!!!
Já, ef þið viljið bjóða upp á líbanskt kaffi þá sjóðið þið vatn og látið út í það rósavatnsdropa - volla!
Bloggar | Breytt 2.4.2007 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)