Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Afmælisbörn dagsins....

......Erla og Ingi eiga afmæli í dag - þessar elskur...... það var góð afmælisgjöf sem Ingi fékk fyrir 5 árum - hef ekki náð að toppa hana ennþá Smile

París 4.6.2007 033Annars þá átti Erla að koma í heiminn 27. nóv - en hún ætlaði ekki að koma út - nema á réttum degi!!   Ólíkt systkinum sínum - sem létu mig ekki vera að bíða eftir sér.

 En skvísan tók snakk og ís í leikskólann í dag - fékk kórónu - jólalitabók - var alsæl með daginn. 

En var orðin frekar þreytt eftir daginn - og sofnaði í sófanum yfir barnaefninu.  Þegar Anna frænka og amma hennar hringdu til að óska henni til hamingju með daginn - var hún ekki glöð þegar Tanja vakti hana í símann - og öskraði eins og ljón á Önnu og ömmu....... alveg eins í skapinu og pabbi sinn ..... Joyful

Að sjálfsögðu var "stórsteik" sem beið Inga þegar hann kom heim úr vinnunni - og var hann mjög sáttur með það.

Til hamingju með daginn elskurnar mínar  Heart


Helgin...... grímuball og sörubakstur....

Halló allir.......

Helgin var fín, í dag fór ég yfir til tengdó að baka "sörur" Anna, Guðbjörg og Gumma (frænka þeirra)  voru með - þannig að þetta gekk vel, reyndar var ég búin að forvinna þetta í gær - útbúa kremið og mala möndlurnar - þannig að við vorum ekki alveg eins lengi fyrir vikið.

Ég keyrði líka Erlu mína,  en hún fór í heimsókn til Þórdísar og var mjög gaman hjá þeim, skoða naggrísina og að leika sér í Þórdísar dóti.  Þegar ég sótti hana stoppaði ég smástund í kaffi hjá Möttu, en Eiki fór austur á rjúpnaskytterí - veit þó ekki hvað hann fékk.

Í gær kíkti ég aðeins út á lífið - með vinnufélögum.  Drífa ákvað að halda grímuball heima hjá sér og ég kíkti þangað í smátíma.  Dressaði mig upp og málaði mig - þannig að ég var frekar skuggaleg.  (Setti inn myndir af mér uppádressaðri).

Þegar ég var að fara að heiman - spurði Ingi mig hvort ég nennti að hendast og skila DVD mynd.  Ég sagði bara - nei - ég geri það sko ekki - haha..  Ingi hélt að ég væri að grínast - sem ég var ekki að gera - þegar hann leit á mig - þá skildi hann mig.......    ég ætlaði ekki að fara inn á "leiguna" svona útlítandi - ein að skila mynd.....

Það kenndi ýmissa grasa af fólki í partýinu - Earl (úr My name is Earl), þernan hans, draugur, Mikki mús, Ofurhetjan Rakel, páfagaukur, flugfreyja, smiður, lögga, fangavörður, vampíra, flugmaður, sjóræningjahóra, körfuboltamaður o.fl.  Mjög skrautlegur hópur.  Reyndar voru sumir sem mættu búningalausir - en því var reddað í snatri - og endaði einn mjög sætur með lítil silfruð horn... LoL

Árni Björn á verkstæðinu var "Earl" - ég var búin að horfa heillengi á þennan mann og dáðst að því hversu líkur hann væri "Earl" - þegar hann fór að tala - þá fattaði ég hver þetta var.....

Það var einnig alveg ótrúlega fyndið hvað fólk var lengi að kveikja á mér.  Einn var búinn að sitja heillengi á móti mér - þegar hann allt í einu skellir upp úr - bendir á mig og segir "ert þetta þú"  -  sömuleiðis heilsaði ég Brynju - horfði í augu hennar - en hún bara fattaði ekki hver þetta var...... - ok - ég vanalega ekki svona agalega skuggaleg í vinnunni - en mitt fagra augnaráð á ekki að fara fram hjá neinum......... Whistling

Þetta heppnaðist mjög vel, ég var edrú - og ákvað að yfirgefa partýið á hárréttu augnabliki.

Kosning um besta búninginn fór fram og lenti ég í 2. sæti  verðlaunin voru mjög vegleg.....-  Earl lenti í því fyrsta....... djö.... ég hefði ekki átt að kjósa hann !!!!!!!

 Ég gleymdi að taka myndavél - en börnin náðu mynd af mér áður en ég fór að heiman...... ef ég fæ myndir frá partý-liðinu þá set ég þær inn.

 


Fyrir þau sem ætla að föndra.....

.... þá gætuð þið fundið eitthvað hér inni.  En að sjálfsögðu þarf að hafa við hendina - prentara, góðan pappír, skæri og helling af lími........... og við sumt -  endalausa þolinmæði (hentar kannski ekki alveg fyrir Inga......... hahaha.... fyrirgefðu að ég skuli gera grín að þér Kissing )

http://www.canon-europe.com/paperart/

 


Langaði að setja þetta inn......

......  gott lag - og myndbandið er skemmtilegt  (minnir mig þó ekkert á jólin....Grin )

 http://youtube.com/watch?v=cwF1Hr2iejs

 

Kannski að maður horfi á þessa mynd um helgina.

 


Fyrst ég er byrjuð......

.... á ég þá ekki að smella inn öðrum brandara -  líka gamall - en góður....

 

Eins og venjulega fór Eddi snemma í háttinn, kyssti konuna góða nótt og steinsofnaði. Seinna um nóttina vaknar hann og sér gamlan mann inni í svefnherberginu, klæddan í hvítan kufl.  "Hvað í andskotanum ertu að gera í svefnherberginu mínu ?" segir Eddi reiður.  "Þetta er ekki svefnherbergið þitt," segir maðurinn, "þú ert kominn til himna og ég er Lykla-Pétur.  ""HVAÐ? Ertu að segja að ég sé dauður ? Ég vil ekki deyja... ég er alltof ungur og á eftir að gera svo margt," segir Eddi. " Ef ég er dauður þá vil ég að þú sendir mig til baka á stundinni!  ""Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur. Þú getur aðeins snúið til baka sem hestur eða hæna. Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað.  Eddi hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn með einhvern á bakinu, svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur sem hæna. Það væri ábyggilega letilíf.  "Ég vil snúa aftur sem hæna..." - samstundis var Eddi kominn í hænsnakofa með fallegar fjaðrir og allar græjur. En almáttugur hvað honum var illt í afturendanum. Það var eins og hann væri að springa!  Þá kemur haninn...."Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?  "Allt í lagi býst ég við" Svarar Eddi en mér finnst eins og rassinn á mér sé að springa!  "Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður?  Nei hvernig geri ég það?  "Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli"   Svarar haninn. Og Eddi  gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa.  Skömmu síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu. "Vá segir Eddi þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar og byrjaði að rembast og eitt egg í viðbót liggur á gólfinu.  Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra:  "Vaknaðu Eddi, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm!

 


Gamall brandari - en stendur þó fyrir sínu......

Hjálpsemi Íslendinga.......

Íslendingar eru að keyra þegar þeir  sjá  bíl úti í kanti og sjá að þetta eru útlendingar.

Íslendingarnir fara út úr bílnum og segja:  "Do you need help?"

Útlendingarnir svara:  " No,  no it´s ok"

Íslendingarnir gefa sig ekki og segja:  "Yes -  yes we are gonna help you"

Útlendingarnir: "No,  no this is ok"

Íslendingarnir: "Yes we are gonna help you"

(Íslendingarnir fara aftur inn í bíl  og koma út með reipi)

Útlendingarnir: "What are you gonna do?"

Íslendingarnir: "First we´re gonna reip you and then we are gonna ýt you"

 


Erla er farin að plana.......

..... afmælisveisluna sína.  Þó ennþá séu þó nokkrir dagar í afmælið - eða þann 28. nóvember.   Hún er búin að biðja mig um að baka 4 afmæliskökur - 2 stráka- og 2 stelpukökur.  Súperman, Batman, Bratz og Barbí... Grin   - týpískar kökur.  Ég reyni að snúa henni - og gera einhverja eina skemmtilega.  Kannski "rúmköku" - þó ekki alveg eins djarfa og ég gerði fyrir Möttu og Eika..... Grin

Ég er svo sem ekki búin að samykkja þetta - en hún hefur tröllatrú á "bökunarsnilld" mömmu sinnar - þannig að ég þarf að fara að skoða bækur með henni og "snúa" henni frá þessum "4" kökum.

Eins og þið vitið flest þá á hún sama afmælisdag og pabbi sinn (hann fékk nefnilega einstaklega veglega gjöf það árið......) en hún er ekkert æst í að láta pabba sinn eiga of mikið í þessum degi - hann á að snúast um hana.... enda nær hún að snúa pabba sínum um fingur sér - endalaust Smile

Hún er með það á hreinu að hún á afmæli á undan jólunum og finnst hálf asnalegt að vera farin að sjá jóla- þetta og hitt - og hún er ekki búin að eiga afmæli !

Hún er ekki farin að biðja um neitt í afmælisgjöf - aðeins að fá þessar afmæliskökur - af því hún ætlar að bjóða vinum sínum af leikskólanum heim í afmælisveislu....... kemur í ljós hvað verður..... kannski endar þetta á því að hún nær að snúa mömmu sinni um fingur sér.... InLove

 


Kannast einhver við úr hvaða.....

..... auglýsingu þetta lag er???????

Það heur einnig verið spilað í "Cold case" þáttunum og "Life on Mars" þáttum - sem ég horfði á í síðustu viku.

Ég er virkilega skotin í þessu lagi - og ef þið fáið það "á heilann" - þá skil ég ykkur  Whistling

Söngvarinn heitir Israel Kamakawiwo'ole - er frá Hawai - dó árið 1997 - og var í þokkalegri yfirvikt.

http://youtube.com/watch?v=Pe5p1BXNCQM

 p.s.  þeir sem fá þetta á heilann..... geta setið yfir þessu á "youtube" - enda fylgir textinn með... Smile

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband