Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Loooooksins .......... smá blogg

Ég bauð heim í mat um síðustu helgi systrum mínum og þeirra fjölskyldu í tilefni af 40 ára afmælinu mínu sem var þann 11. desember s.l.  betra seint en aldrei.

Janúar flaug áfram sem og febrúar og mars er langt kominn – þannig að nú var bara að drífa þetta af.

En við ákváðum að bjóða fólkinu heim í mat og heppnaðist kvöldið mjög vel, góður matur og vín og börnin fengu að vera með og eyddu talsverðum tíma uppi,  Þau voru ósköp góð og þau yngri máttu varla vera að því að borða – þau þurftu að skoða dótið og leika með það.

En í lokin voru þau orðin nokkuð heimakær – og nældu sér í ís í frystinn – en þannig eiga afmæli að vera – maður bara reddar sér sjálfur.

Þau gáfu mér iittala Aalto blómavasa ásamt 2 kertastjökum, ég er rosalega hrifin af þessu – enda er þetta vara sem maður fer ekki og kaupir sér á hverjum degi. Síðan á eftir að bjóða Inga fjölskyldu í mat ásamt vinunum – það verður allavega ekki um næstu helgi, þar sem Ingi fer á djammið á föstudag, á laugardag fer ég til Sjöbbu að hjálpa til með fermingarveislu og á sunnudag verðum við í fermingarveislunni.  En það má þó ekki dragast allt of lengi :o) 

Við erum held ég öll orðin frekar spennt að fara saman út í júní.   Við verðum öll á sama stað í 2 vikur en enginn okkar fer út eða heim með sama flugi. 

Matta og fjölskylda fljúga til Þýskalands, taka síðan lest til Como þar sem þau taka bílaleigubíl.

Ég og mín fjölskylda fljúgum til Parísar, eyðum 5 nóttum þar,  tökum bíl þar og keyrum niðureftir. 

Hrabba og fjölskylda fljúga til Mílanó og taka bíl þar, byrja að vera við Como vatn..

Adda og fjölskylda fljúga til Köben verða þar í 1 nótt en fljúga síðan til Bologna.

 

Þannig að við erum svo sem ekki að fylgjast mikið að með þetta.

 

Við ætlum að fljúga til Parísar, eyða 5 nóttum þar í mjög skemmtilegri íbúð rétt hjá Lúxemborgargarðinum.  Á leiðinni til Ítalíu ætlum við að stoppa á miðri leið og gista þar.

Verðum síðan í 2 vikur með mínum systrum og fjölskyldum í Toscana.  Förum síðan yfir í Marche hérað og gistum hjá Rosellu og David í 5 – 7 daga.

Við vorum hjá þeim í fyrra, bærinn heitir Orciano di Pesaro er rétt hjá Rimini, og útsýni og umhverfi hjá þeim er ótrúlega fallegt.

Ég sat þar í fyrrasumar á veröndinni með rauðvínsglas, horfði yfir og hefði getað farið að grenja yfir fegurð útsýnisins.  Mynd frá þessum stað er enn á desktopnum hjá mér og sumir eru agndofa yfir þessari mynd.

Rosella er rúmlega 50 ára, á strák sem er 13 ára og maðurinn hennar dó fyrir 4 árum.  Hann var talsvert eldri en hún, Breti, og var þessi staður sem þau byggðu þetta hús á,  hans draumastaður.  Engu til sparað.  En hann náði hins vegar ekki að njóta þessa staðar með þeim – dó stuttu eftir að allt var tilbúið.  Rosella lagðist í þunglyndi og kom ekki í húsið í 3 ár, en hún býr í Padova – er kennari þar,  kom þangað fyrst aftur í fyrra þegar við leigðum húsið af henni.

Hún sýndi okkur húsið hátt og lágt, við höfum neðri hæðina út af fyrir okkur sem er 170 fm.  Og efri hæðin er einstaklega flott, en kerlingaranginn á ósköp bágt, þunglynd og var mikið sofandi þegar við vorum þarna í fyrra en afskaplega indæl og David sonur hennar eyddi talsvert miklum tíma með okkar börnum, sem Rosellu líkaði mjög vel við.

Um leið og við hittumst vildi hún endilega fá Andra og Tönju í bílinn til sín og við myndum elta.  Hún þurfti að stoppa hér og þar, tala við hina ýmsu nágranna, og þurfti að  láta einhverja vita að hún væri með fólk frá Íslandi, þetta var bara fyndið.

En þegar við komum í húsið – var hún búin að fylla ísskápinn af bjór, ís, mjólk, kaffi, ávöxtum, mjólk, safa og gosi – og grilluðum kjúlla, gin og tonic – þið getið ekkert byrjað á að fara í búð hér.  Þið fáið ykkur að borða og drekka og njótið þess að vera hér – SEM VIÐ GERÐUM.  Við hlökkum öll alveg óskaplega mikið til að fara aftur til hennar.

Þurfum að sjálfsögðu að færa henni eitthvað frá Íslandi, en það kemur í ljós hvað það verður.

 

Hún sendi okkur póstkort fyrir áramót og vildi endilega fá okkur til sín um jólin.  Það væri nú gaman að eyða jólum í Padova – hver veit nema það verði um næstu jól.

 

Annars þá er allt gott af okkur að frétta, við hlökkum að sjálfsögðu mikið til sumarsins, verst að sá tími er allt allt of fljótur að líða.

 

En ég ætla að láta þetta duga í bili.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband