Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
París - Ítalía - kvikmyndir
20.4.2007 | 13:07
Ef einhver man eftir myndum sem gerast á þessum slóðum þá má alveg "commenta" það inn hjá mér. Ég er hálf tóm í upprifjun í augnablikinu - þannig að ef einhver man eftir myndum þá þætti mér vænt um að fá að vita
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt sumar
20.4.2007 | 12:36
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Sumarið hlýtur að verða gott þetta árið - það fraus víst saman og boðar bara gott! - Maður trúir allavega ekki öðru - verður að vera bjartsýnn.
Andri og Tanja eru búin að vera veik - Tanja með streptokokka sýkingu í hálsinum og Andri með eyrnabólgu - og er bara ferlega slæmur.
Hann sagði einmitt í gær - maður hefur verið að gera grín að "aulum" með eyrnabólgu - en það ætla ég aldrei aftur að gera - þetta er svooo vont - sagði hann.
En í gær fórum við Ingi upp á spítala að heimsækja pabba, hann var sendur í sjúkrabíl upp á spítala s.l. þriðjudagsmorgunn, með vatn í lunga og átti afskaplega erfitt með að anda. Var sendur í hjartaþræðingu strax, sem tókst samt ekki fullfomlega - ennþá er einhver stífla til staðar hjá honum.
Hann er búinn að vera hálf slappur í einhvern tíma, en hefur ekki viljað tala við lækni - þrjóskan alveg að fara með hann. Á mánudaginn var hann að vesenast að fylla upp í niðurfallsrennurnar á húsinu - Unnþór hálfbróðir var með honum í þessu - en pabbi gat ekki bara verið að fylgjast með honum - nei -hann varð að vera með puttana í þessu - hann á svo erfitt með að sitja aðgerðarlaus - þessi elska. Mömmu finnst hann stundum vera hálf bilaður - ef hann hefur ekkert að gera - í staðinn fyrir að setjast og slappa af -þá fer hann og breytir öllu niðri hjá sér - eða í bílskúrnum - til hvers í ósköpunum segir mamma - það kemur aldrei neinn þangað til hans - en hann er bara að þessu fyrir sig. Já Ingi minn - pabbi er búinn að vera á breytingaskeyði allt sitt líf - þannig að ég verð sjálfsagt líka á því fram í rauðan dauðann
Hrabba heimsótti hann á þriðjudagskvöldið og brá henni mikið að heyra í honum - þar sem hann ruglaði einhverja vitleysu fram og tilbaka, hvort mamma hefði lifað slysið af og svo sagði hann Hröbbu að það væri einhver kolrugluð manneskja búin að standa við rúmstokkinn hjá honum - en hann fékk morfín um morguninn - og þessi lyfjakokteill þennan dag gerði hann hálf "kúkú" - en það stóð ekki lengi sem betur fer.
Ingi var farinn að hafa áhyggjur að þurfa að vera alvarlegur næst þegar hann myndi heimsækja tengdapabba sinn, ef hann væri kominn með "rugluna" - en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því.
Næsta dag var "ruglan" farin úr honum - sem betur fer. Hann mundi meira að segja eftir að hafa verið að rugla þetta - og hló bara að þessu. Hins vegar þá leiðist honum að hanga þarna og hafa ekkert fyrir stafni - eina sem hann hefur er að hlusta á útvarpið og tala við fólk, sem er að sjálfsögðu mjög gott - en hann getur ekki lesið þar sem hann er nýbúinn að fara í aðgerð á báðum augum og er ekki kominn með lesgleraugu sem henta honum núna.
Hann ætti að komast heim næsta mánudag - hann er allavega að vonast til þess.
Maður þarf samt að fara að búa sig undir að foreldrar manns geti farið að fara, pabbi verður 85ára nú í sumar og mamma er að verða 72 - hún er samt orðinn það léleg að manni finnst ekki vera þessi aldursmunur á þeim sem er.
Ég læt þetta duga í þetta skiptið - bless allir og gleðilegt sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fiska-land
2.4.2007 | 15:15
Já í fyrrasumar fórum við til Fiskalands.
Eru fiskar í Fiskalandi spurði Erla mig um helgina. Jú Erla mín, það eru fiskar í "Þýskalandi", sagði ég.
Jaaaá, þess vegna heitir það "Fiska-land" , sagði hún þá.
Ég nennti ekki að fara að leiðrétta hana, en hún talar bara um "Fiska-land", hún verður fyrir miklum vonbrigðum þegar hún byrjar í skóla og kemst að því að það er ekki er til Fiskaland!
En svona er lífið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1. apríl o.fl.
2.4.2007 | 12:23
Það er nú alltaf gaman ef maður nær að gabba einhvern þennan dag, en það tókst þó ekki neitt almennilega þetta árið. Erla náði að gabba okkur öll nokkrum sinnum og var maður alltaf jafnhissa í hvert skipti.
Fyrir einhverjum árum náði Ingi að láta vin sinn hlaupa 1. apríl, og var það ansi gott gabb hjá honum, það var elskan hann Kiddi rokk. Kiddi var þá að vinna í Japis, og Ingi fékk hann til að hlaupa um og leita að þýsku þjóðlagabandi sem átti að heita Der Schwanderinnes - en að sjálfsögðu fyrirgaf Kiddi þetta- en ekki fyrr en eftir 3 mánuði þegar rann af honum reiðin!
Nei, smá grín að sjálfsögðu hló Kiddi að þessu - en kannski pínu fúll yfir að láta ná að plata sig.
Annars er bara allt gott að frétta, maður er farinn að hlakka til að fá páskafríið, förum reyndar í fermingarveislu á Skírdag, en síðan er bara frjálst. Ef tengdó fara í sveina þá gæti verið að við myndum kíkja til þeirra.
Reyndar þá þurfum við að vinna í bókhaldinu f/smurstöðina um páskana, en það er í lagi við verðum saman í því.
Síðan er kominn tími til að plana aðeins betur fríið. Þ.e.a.s. skoða hvað er í boði á Ítalíu í nánasta umhverfinu.
Það er nú aldeilis farið að styttast í þessa ferð, aðeins 2 mánuðir, þetta verður bara alveg æði.
Við sem erum að fara út þyrftum samt að fara að hittast aftur til að skiptast á einhverjum upplýsingum, og borða eitthvað ítalskt.
Þó svo við verðum saman í húsi í 2 vikur, þá verðum við samt ekki öllum stundum saman, en það er gaman að geta sest út á verönd á kvöldin og fá sér saman rauðvínsglas eða kaffibolla. Nú eða ítalskan líkjör sítrónulíkjör t.d.
Ég er alveg sjúk í augnablikinu í allt úr sítrónum (væri hægt að halda að ég væri ólétt en ég það ekki ) sítrónukrydd alls konar, sítrónute, kristall með sítrónubragði, ólífuolía með sítrónu, líkamsolía með sítrónulykt - - ég man að fyrir mörgum árum gaf Hrabba mér í jólagjöf ilmvatn með sítrónulykt ég væri alveg til í það núna.
Erla var veik í síðustu viku, með hita og ælu, en er orðin hress. Hins vegar er Sindri búinn að liggja alla helgina veikur, búinn að sofa út í eitt, enda fór hann upp í 40,4 stiga hita, ekki nema von að hann sé hálf tuskulegur. Ælandi, drepast í hálsinum, lystarlaus en hann er með streptokokkasýkingu í hálsinum. Hann fékk pensilín við því og er strax orðinn betri. Hann fór meira að segja á fætur í morgun til að horfa á sjónvarpið manni líður nú betur með það. En hann ætti að vera orðin hress um páskana.
Tengdó gefa börnunum páskaegg þannig að við ætlum að sleppa að gefa þeim þetta árið, vil frekar gefa þeim eitthvað annað, t.d. DVD mynd eða geisladisk, þau eru líka alveg til í það.
En ég ætla að láta þetta duga í bili hafið það gott þeir sem kíkja hér inn það væri gaman ef þið mynduð kvitta í gestabókina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)