Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Börn
23.5.2007 | 13:43
Við verðum að passa okkur á því hvað maður segir þegar eyru barnanna eru opin þau eru eins og svampar apa allt eftir manni.
Ég var með Erlu í bílnum í gær þá heyrist í henni - Ó nei fokk þetta er ljótur bíll Ef ég hefði 4 ára sagt þetta þá hefði móðir mín fengið áfall!!
En ég hef verið að rifja upp í huganum, síðustu daga ýmislegt sem við systur gerðum á meðan foreldrar okkur héldu að við værum úti í saklausum dúkkuleikjum.
Fundum sígarettupakka óopnaðan og skiptum bróðurlega á milli okkar, já meira að segja fékk Adda sinn skammt þó svo hún væri bara 5 ára, sátum uppi á Vatnsgeymi púuðum þetta ógeðslega töff og höfum sjálfsagt komið heim allar gænar í framan og meira og minna slappar mamma og pabbi tóku samt ekki eftir neinu.
Við prófuðum að kveikja í ruslutunnum í litlum kofa við Kennaraháskólann litlu mátti muna í eitt skipti að ekki hefði kviknað í þannig að við hættum þessu.
Við þvældumst út um alla Öskjuhlíð ofan í gamlar skotgrafir eða hvað þetta var kallað, vorum endalaust í rannsóknarferðum þar.
Ákváðum 1 dag að athuga hvar hitaveitustokkarnir myndu enda við ákváðum að tékka á þessu eftir kvöldmat en komumst að því frekar seint að þeir voru endalausir svo hittum við einhvern sem fannst við vera úti frekar seint um kvöld og gaf okkur pening í strætó þannig að við komum heim á auðveldan hátt.
Það voru ekki gerðar neinar athugasemdir við þetta kvöldbrölt á okkur . Sennilega höfum við alltaf verið fljótar að sofna á kvöldin eftir svona ævintýraferðir og því fengið að ganga frekar lausar.
En ótrúlegt að við vorum stundum á þvælingi klukkustundum saman engir gemsar og foreldrar ekki með neinar áhyggjur. Við komum alltaf til baka og yfirleitt á skikkanlegum tíma, en ég held samt að maður hafi haft virkilega gott af þessu.
Ég myndi samt ekki vilja að börnin mín væru að gera það sem við systur vorum að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjölhæfir stjórnmálamenn
11.5.2007 | 12:56
Jamm - þessir stjórnmálamenn er fjölhæfir
http://www.carmex-kiss.de/index.php?meintanz=247640513837
Ég fékk þetta sent - og ákvað að leyfa öðrum að njóta ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pabbi minn
10.5.2007 | 13:26
Já, hann pabbi er ennþá inni á LSH og verður þar í einhverjar vikur í viðbót - hann er allavega ekki á leiðinni heim. Hann er búinn að fá annað hjartaáfall, blóðtappa upp í heila, vatn í lungun og þvagfærasýkingu, en hún útskýrir "ruglið" sem er í honum. Hann hefur t.d. orðið að vera í öndunarvél til að hjálpa honum að anda, af því að öndunin hjá honum var svo stutt niður í lungun.
Sumt af því sem hann segir er óttaleg vitleysa, en annað er alveg í lagi. En það er ósköp erfitt að horfa upp á hann svona lasinn. Það á bara alls ekki við hann. Hann hefur alltaf þurft að vera að sýsla við eitt og annað, hann er búinn að vera þarna í 3 vikur, honum líður mjög vel þarna upp frá, en drepleiðist, að liggja allan daginn, geta ekkert lesið þar sem nýbúið að að skipta um báða augasteina í honum og hann er ekki komin með ný lesgleraugu. Hjúkrunarkonan segir að hann sé einstaklega ljúft gamalmenni - ekkert vesen á honum og skapgóður - heyr heyr - "like father - like daughter" !!
Við Hrabba kíktum til hans í gær og var hann ósköp slappur, og hefur elst um mörg ár þessar 3 vikur. Hann var t.d. mun hressari s.l. mánudag. En hann er að verða 85 ára og búinn að lifa góðu lífi - þannig að maður veit aldrei hvenær kallið kemur. Líka þegar hann er mikill þrjóskupúki og vill alls ekki fara til lækna fyrr en ekkert annað er hægt. Ef hann hefði fengist til að fara í eftirlit til hjartalæknis, eins og mamma er búinn að vera að reyna að ýta honum út í - þá væri hann e.t.v. bara heima núna í sínu "dútli".
Fólk á ekki alltaf að vera að þrjóskast við að fara til læknis, þeir eru þarna til að líta eftir okkur. Og að sjálfsögðu á maður að vera duglegur og fara reglulega í eftirlit. - Ég tek þetta líka til mín - þarf að fara að endurskoða þetta.
Manni finnst líka sorglegt að mamma treystir sér ekki til að heimsækja hann. Hún er það illa á sig komin líkamlega að hún treystir sér ekki að fara í bíl til hans, og finnst mér það sorglegt.
En Hrabba er að fara til hans á eftir til að hjálpa honum að kjósa. Verst að hann kýs alltaf rangt - en Hrabba láttu hann bara kjósa rétt - hann sér hvort sem ekkert við hvað hann merkir ! Smá grín!
Egill bróðir pabba kíkti til hans í gær og fannst honum "ruglið" vera talsvert í honum. Unnþór og Gunnar hálfbræður kíktu til hans í fyrradag þannig að það er gott að fleiri en við systur kíkjum til hans. Eggert bróðir hans hefur líka verið að kíkja til hans, og veit ég að pabbi hefur mjög gaman af að fá þá til sín - til að rifja upp gamla tíma og strákapör.
Mamma heyrði í Valborgu tvíburasystur pabba í gær, hún er orðin ansi ræfilsleg, alveg blind og bakið er að drepa hana. Hún er á heimili uppi á Kjalarnesi - ósköp ein og yfirgefin, barnabarnið hennar sem hún ól upp sem sína eigin dóttur - býr í USA - og eru samskipti ósköp lítil, Aðalheiður mamma hennar dó fyrir einhverjum árum, þannig að sá eini sem heimsækir hana er sonur hennar og hans fjölskylda.
Pabbi var að segja í gærkvöldi að hann gæti alveg hugsað sér að fara út í náttúruna og fara á fyllerí með Unnþóri - hann á þó sína dagdrauma - sem er allavega gott.
En mamma er ein í húsinu, sem er alveg agalegt. Hún fær svima- og yfirliðsköst, hefur mjög litla matarlyst - en Parkinsons hefur víst áhrif á matarlystina - eða töflurnar sem hún er að taka. Ef hún hefði verið nógu frek - ýtin og erfið og leiðinleg að komast að í mjaðmaaðgerð þá væri hún e.t.v. aðeins betri í dag en hún er. Jafnvel ef hún hefði verið útivinnandi þá hefði hún komist fyrr að - þvílíkt rugl !!! En hjúrunarfólk hafði aldrei á ævinni sé jafn illa farna mjöðm og mamma er með.
En ég vil líka segja að heimilislæknirinn þeirra í Kópavogi er mesti andsk... aulalæknir sem til er - ekkert bein til hans nefi - hún hefði jafnvel komið betur út úr þessu öllu ef hún hefði haft almennilegan lækni. - Svo kjósa þau alltaf sama rassgatið yfir sig aftur og aftur !
Það er eldri kona að vinna með mér og hún komst í forgang í mjaðmaaðgerð af því hún var útivinnandi. Eða var hún e.t.v. með almennilegan heimilislækni sem drullast til að hjálpa sínum sjúklingum og ýta á eftir að fá aðstoð fyrir þá ! - Í þessu tilfelli sat allavega sama ríkisstjórn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir óákveðna
10.5.2007 | 12:37
Jamm þetta er fyrir þá sem vita ekki hvað þeir eiga að kjósa -
Það kom mér allavega ekki á óvart - hvað ég ætti helst að halda mig við - en þegar ég valdi akkúrat öfugt við það sem minn hugur segir - þá var ég 87,5% sjálfstæðisflokksfylgjandi !
Gaman að þessu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ítalía og Leg
2.5.2007 | 14:44
Já, síðasta föstudag fórum við Ingi út að borða á Ítalíu, fengum okkur pizzur sem voru að sjálfsögðu afskaplega góðar, borðuðum þær á mettíma og báðum svo um reikninginn. Ég held að stúlkunni hafi blöskrað lætin í okkur, höfum aldrei áður verið jafn fljót að ljúka okkur af á veitingastað - fyndið.
En síðan fórum við á söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson í Þjóðleikhúsinu.
Starfsmannafélagið hjá mér bauð starfsfólki og mökum í leikhús, og var valið að sjá LEG eða Hjónabandsglæpi, í mínum huga var ekki spurning um val og ég vissi að Ingi væri sammála mér - enda var hann búinn að nefna að gaman væri að sjá þetta verk.
Við urðum ekki fyrir vonbrigðum - virkilega "sýrt" verk og með góðan húmor.
Mæli með þessu verki, ég væri til í að fara með 2 eldri börnin á þetta.
Reyndar heyrði ég síðan af fólki hér úr vinnunni sem hafði gengið út í hléi, - við hverju hafði þetta fólk verið að búast við? - Mér finnst það bara broslegt.
Við skemmtum okkur konunglega og væri ég alveg til í að fara aftur á þetta verk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)