Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Menningarnótt
19.8.2007 | 12:32
Við kíktum í bæinn með börnin á menningarnótt. Þeim fannst ekkert ofsalega spennandi, fullt af fólki, engar hljómsveitir eða einhverjir viðburðir á næsta götuhorni eins og var áður, þannig að við entumst ekki mjög lengi með þeim í bænum.
Ætluðum að sjá Pál Óskar og Móniku í Listasafni Einars Jónssonar - en þar var alveg pakkað - hefðum þurt að mæta klukkutíma fyrir viðburð til að fá góð sæti.
Næstu menningarnótt ætlum við Ingi bara að fara 2 og dúllast þennan dag - Erla hefur litla þolinmæði í þetta.
Enduðum á Subway, og síðan heim - fórum svo aftur af stað um kl. 22:30 og lögðum fyrir utan Nýherja til að sjá flugeldasýninguna, sem var að sjálfsögðu afskaplega flott - en við vorum of langt í burtu þannig að það voru ekki alveg nógu mikil læti.
Erla Ósk er flutt til Danmerkur, var að fara þangað í skóla - við fórum til hennar á fimmtudagskvöld til að kyssa hana og knúsa - komum til með að sakna skvísunnar - en hún kemur heim rétt fyrir næstu jól. Hún á alltaf dálítið sérstakan stað í hjartanu mínu, enda var hún fyrsta barnið sem ég passaði (var ég þó orðin 20 ára þegar hún fæddist ) - ofdekruð af okkur Inga og vorum við í ágætisuppáhaldi hjá henni.
Meira að segja ég sem var minnsta prjónakona í heimi - náði að prjóna handa henni peysu þegar hún var 2gja ára
Ég ætla að kíkja á eftir í heimsókn til mömmu með börnin, - síðan þarf að fara að drífa sig og versla inn fyrir skólann fyrir börnin, merkja það og hafa það allt saman tilbúið.
Síðan þarf að fara að taka til draslið heima, strauja og ganga frá allt of miklu (ARGH..). Best að fara og setja allrahanda drasl í kassa og láta krakkana fara og halda tombólu einhvernsstaðar.
Ég læt þetta duga í þetta skiptið - Fjölskyldan er að horfa á myndina "Flushed away" og er hún virkilega skemmtileg - mæli með henni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gay Pride
13.8.2007 | 14:07
Af sjálfsögðu mætir maður á þessa hátíð. Ótrúlega skemmtilegt að kíkja í bæinn á laugrdag. Veðrið alveg ótrúlegt - að sitja í sólinni á Arnarhóli, njóta veðurblíðunnar og horfa á skemmtilega skrautlegt lið í kringum sig.
Einn var með hvítt pungbindi, svörtum leðurskálmum og vindurinn lék um berar rasskinnar - hljómar ljóðrænt - en okkur fannst það ekki svo sætt.
Erla er ekki til í að ég gefi Inga svona "dress" í afmælisgjöf.
Hún ætlaði sko að segja konunum í leikskólanum hvað bar fyrir augu hennar í göngunni - og 4 ára krakkar með "rassa" áhuga - nutu þess að horfa á þetta.
Annars er ekkert að frétta, Ingi liggur reyndar heima, að drepast í bakinu, eins og sagði við Snjólf í morgun þá "notaði" ég hann svo rækilega um helgina að hann er bara búinn eftir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Helú...
7.8.2007 | 21:12
.... allir saman. Vona að fólk hafi haft það gott um helgina. Við fórum í sumarbústaðinná laugardag, byrjuðum reyndar á að kíkja á Kidda og Möggu en þau voru í hjólhýsinu á Úlfljótsvatni. Við vorum svo elskulega að koma með rok með okkur til þeirra, enda er ekkert gaman að hanga þarna í sól og blíðu. Enda urðum við ekki alveg eins vör við flugur þarna út af rokinu. Við erum bara best að hugsa svona vel um fólk -er það ekki annars? -
Marteinn og Maggý voru þarna líka og skoðuðum við þeirra hjólhýsi einnig, er mikill metingur hjá þeim félögum hvor er með betra og flottara hús, ekki veit ég hvort þessi metingur er líka á kvöldin þegar fiðringur er kominn í fólkið - segi ekki meir
En við brunuðum frá þeim í sveitasæluna, var samt frekar kalt og talsverður vindur, ég sem ætlaði að hafa það huggulegt með hvítvín í pottinum, en endaði með kaffibolla í pottinum brrrrrr.
Ingunn vinkona Tönju kom og gisti hjá okkur. Hrabba og co kíktu síðan til okkar í kaffi á sunnudag, endaði þó á að við buðum þeim í grillaðan hrygg. Þau voru að koma frá Ísafirði, þau sögðu að það væri mjög skondið að fara á eina bensínstöð á Ísafirði, allt væri þar á pólsku, pólskar matvörur og aðrar vörur frá Póllandi í hillum þar. Þau upplifðu sig hálfpartinn eins og þau væru stödd í "Twilight Zone" - fara inn á íslenska bensínstöð - en vera þá allt í einu staddur í Póllandi. Ef þið viljið upplifa þetta - þá vitið þið hvert á að fara. (Þau voru líka mjög undarleg í háttum þetta kvöld hmmmm!) sjá djók..
Um kvöldið var farið í heita pottinn og notið þess að horfa á himininn og skýin, en veðrið var afskaplega gott.
Á mánudag vorum við í leti, um hádegi var farið að tína saman og þrífa, og lagt af stað í bæinn. Umferðin var bara mjög góð, lítil umferð, miðað við það sem við bjuggumst við. Enduðum á Kentucky í Mosó - síðan farið heim og horft á DVD mynd. Enduðum sem sagt í algjörri leti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verslunarmannahelgarveður
3.8.2007 | 10:57
Það kveikir svo sem ekkert í manni að fara í tjaldútilegu þessa helgi - þannig að við erum að plana að fara bara í sumarbústaðinn. Enginn er á leið þangað - þannig að ég býst frekar við að maður skelli sér þangað.
Liggja í heita pottinum, grilla, spila póker - eða eitthvað annað skemmtilegt borðspil, athuga hvort við sjáum einhver ber, og heimsækja síðan Brynju frænku Inga og co. ef þau eru á sínum stað.
Við eigum nefnilega eftir að fara með afmælisgjöf til Hjalta.
En ef við förum þá förum við ekki fyrr en í fyrramálið, þar sem fyrst þarf að klára blaðaútburð.
Þeir sem eiga leið fram hjá - eru velkomnir í kaffi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)