Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Langaði bara til að ........
8.9.2007 | 09:55
.... setja þetta lag inn - við ætluðum að kaupa diskinn með þessum tónlistarmanni um daginn - en hvergi fáanlegur -
Mér finnst þetta lag flott - og fleirum finnst það augljóslega einnig - fyrst diskurinn var upp seldur
http://www.youtube.com/watch?v=21hJ_8-eKFo
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Messa á morgun....
8.9.2007 | 09:40
.... jebb nú ætlar mín í messu á morgun - ekki af því hún sé sérlega kirkjurækin - nei hún Tanja á að fermast næsta vor og á hún að draga um dag fyrir bekkinn í kirkjunni á morgun. Þannig að það er skyldumæting
Annars þá fannst mér ágætt að mæta í kirkju með Andra nokkrum sinnum veturinn sem hann fermdist - og býst við að gera hið sama með Tönju í vetur - þ.e.a.s. ef þær vinkonurnar vilji ekki bara mæta foreldralausar - kemur í ljós - hún er samt ekki orðin það mikil gelgja að vilja ekki fara eitthvað með foreldrunum
Við systur ætlum að kíkja í bæinn á kaffihús núna fyrir hádegi - og í kvöld ætla Alma Glóð og Lilja Björt að gista hjá okkur (dætur Kidda og Möggu) - það verður bara gaman hjá krökkunum. Annars þá voru Tanja og Stefanía að passa í gærkvöldi hjá Hröbbu og Hilmari - og gistu þær - þær koma síðan með okkur systrum á kaffihúsið.
Gaman að sjá þegar fólk skrifar í gestabókina - takk Dagný fyrir innlitið - maður hefði átt að drífa sig í heimsókn vestur til ykkar í sumar - en það bíður betri tíma - þú sparkar í rassinn á mér næst þegar við hittumst .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Yndislegi strákurinn minn......
5.9.2007 | 09:20
... hann Sindri á afmæli í dag - 11 ára - hann býður gestum og gangandi upp á saltstangir í tilefni dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lag dagsins er.....
2.9.2007 | 13:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gærkvöldið
1.9.2007 | 19:38
Við vorum nú ekkert mjög mörg sem fórum eitthvað á milli 20 og 25 - en fínn hópur - að sjálfsögðu og skemmtum við okkur mjög vel. Byrjuðum í rútunni á bjór og samlokum og var mikið spjallað.
Byrjuðum á Stokkseyri í nýju Álfa- og tröllasafni, sem var skoðað vel - fordrykkur borinn fram í íshelli - sem var gaman að fara inn í.
Síðan lá leiðin í Þorlákshöfn í Kiwanishús staðarins - þar var grillað, dansað og djammað og drukkið til miðnættis, dönsuðum og var virkilega gaman. Hvítvín, rauðvín og Tópas skot fyrir þá sem vildu. Ég var ósköp pen í þessu en sumir voru orðnir þokkalega drukknir, en allir í mjög góðu skapi og var virkilega gaman.
Farið var af stað í bæinn um miðnætti og lá leiðin beint í Nýherja, ég, Esther, Brynja og Björg fórum þar út - þar sem við nenntum ekki að fara með liðinu í bæinn og djamma meira.
Ég fór inn og nældi mér í kafibolla, fór síðan út að spjalla við stelpurnar þar sem þær stóðu út við Tölvutek - og endum við þar að tala saman til kl. 04:00 - en þá skutlaði Brynja okkur heim.
p.s. Ég setti inn nokkrar myndir frá gærkvöldinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)