Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Til umhugsunar...

Ég fékk þetta sent til mín í dag - og vekur mann aðeins til umhugsunar:

Að hugsa um börn eins og snjókorn 

Lítið snjókorn fellur á jörðina.

Annað snjókorn fellur við hlið þess.

Enn eitt fellur og mörg fylgja á eftir.S

érhvert er frábrugðið, hefur sína eigin lögun og stærð,

en hvílík fegurð í hverju og einu!

Þau fela í sér svo mikla dulúð.

Við verðum að gæta þess að hvert og eitt nái að glitra.

Eitt er ekki fallegra en annað 

Þau eru öll einstök, sérstök og stórfengleg.

 


Goldfrapp...

.... var að setja inn lag á lagalistann minn - með Goldfrapp - hlustið endilega á það - ok... mér finnst það mjög flott....  lagið heitir Lovely head...

Annars þá var mágur minn í  aðgerð á hné  í vikunni - og vorum við að tala um það í bílnum í gær, börnin spurðu hvers vegna hann hefði þurft að fara í þessa aðgerð - við sögðum þeim að annað hnéð á honum hefði alltaf snúið vitlaust.......... LoL  -  það kom frekar fyndinn svipur á þau... gæti samt verið fyndið atriði í bíómynd - hvernig ætli þannig manneskju gangi að hljóla.....  ef annað hnéð snéri vitlaust - áfram - bremsa - áfram - bremsa... hahaha.... bara að pæla...


Hún á afmæli í dag........

.... Tanja Sif "stóra stelpan" mín er 14. ára í dag Heart

 Til hamingju með daginn elsku fallega og yndislega stelpan mín....

Afmælisbarnið

Hún ætlar síðan að halda afmælispartý fyrir vinina á morgunn - stanslaust stuð fyrir þau...... hmmm kannski ekki gömlu hjúin Tounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband