Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Var að setja inn...
10.3.2008 | 21:49
... gamlar myndir - hætt í bili þar sem ég er að baka köku fyrir Sindra - en á morgunn er bekkjarkvöld hjá honum - og kom aðeins eitt til greina hjá honum - til að setja á hlaðborð - uppfyllir maður ekki óskir barnanna - svo framarlega sem þær eru innan skynsamlegra marka
Í fyrramálið ætlar Erla að bjóða í morgunkaffi í leikskólanum..... ef þið viljið kíkja á leikskólann hennar þá er þetta slóðin.... (reyndar fer þetta beint á mynd af henni - en þær eru nokkrar af henni á leikskóla síðunni)
http://korpukot.is/gallery2/v/skolahopur07/sk_lah_pur+027.jpg.html
.... best að drífa sig í kökusamsetningu - set fleiri gamlar myndir inn við tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ykkur leiðist.......
7.3.2008 | 21:41
.... þá er hér ágætis afþreying.
Var að skemmta mér við að athugahvaða stjörnum fjölskyldumeðlimirnir líkjast - og komu niður stöður dálítið á óvart,
Díana prinsessa, Angelina Jolie, Brad Pitt, Tom Cruise, Rutger Hauer, Alicia Silverstone, John Travolta
Það skiptir ansi miklu máli hvaða mynd er send, sama manneskja getur líkst afskaplega ólíku fólki.
Hér er slóðin - þið þurfið aðeins að setja inn mynd af ykkur og þá "match-ar" vélin ykkur saman við fræga manneskju......... hverjum líkist þú... ???
http://www.myheritage.com/celebrity-face-recognition?collage=1
Það er alveg hægt að gleyma sér í þessu - Góða skemmtun.
p.s. Sindri kom út sem Angelina Jolie og Erla kom út sem Brad Pitt - Ingi kom út sem Tommi Krús - ég er að sjálfsögðu "Díana aðalkona" - Andri var Rutger Hauer og Tanja sem Alicia Silverstone
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)