Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Þegar ég var ólétt af mínu 4 barni......
5.8.2008 | 14:18
...... var það akkúrat þetta.... sem börnin mín höfðu áhyggjur af
Ekki það að ég væri mjög gleymin - eða of kærulaus - (eða kynni ekki að telja...) heldur að ég væri ekki vön að þvælast um allt með 4 börn! En þau hættu nú að hafa áhyggjur af þessu fljótlega...
![]() |
Gleymdu barninu í fríhöfninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verslunarmannahelgin.......
1.8.2008 | 13:02
..... verður eytt í rólegheitum í bænum að þessu sinni.
Finnst oft ágætt að vera í bænum þessa helgi. Enda er Ingi að ná sér eftir lungnabólgu sem hann fékk í sumarfríinu, þannig að ekki er vit í því að vera á miklum þvælingi. Ingi var þó alveg að verða vitlaus að hanga heima - þannig að hann dreif sig í vinnuna í dag. Hann er nú svo mikill hrakfallabálkur stundum þessi elska - og í fyrradag rak hann fótinn svo illilega í sófan - þannig að hann er með eina tá bláa og bólgna - og nöglin hálf laus á honum...... þetta gerist víst ! Erlu finnst táin á pabba sínum all-ógeðsleg - og vildi helst ekki horfa á hana.
Hver veit nema ég kíki eitthvað út úr bænum með börnin í fjöru eða eitthvað annað - fer eftir veðrinu. Við vorum jafnvel búin að spá í að kíkja vestur í heimsókn til hálfsystra minna - en það verður ekkert af því þessa helgina.
Er hálf andlaus - og blogga ekki meir í þetta skiptið
Farið varlega um helgina - ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)