Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Öðruvísi skinkusalat.......

Ef þið eruð orðin þreytt á þessum venjulegu skinkubrauðtertum - þá er hér ógeðslega góð uppskrift af skinkusalati. 

Fyrir eitt af afmælum barnanna - setti ég þessa uppskrift saman - og hún klikkar aldrei - brauðterta með þessu salati klárast alltaf !

300 gr. majones

1 dós sýrður rjómi

1/2 - 1/4 krukka Mango chutney

2 tsk Tandoori krydd (mér finnst best frá Rajah / fæst t.d. í Hagkaup og Nóatún - annars frá Pottagöldrum)

1 stór pakki af skinku

1 lítil dós grænn aspas

8 harðsoðin egg

slatti af rauðum vínberjum (skorin til helminga)

En að sjálfsögðu smakkið þið þetta til eftir ykkar smekk.

 

 


Góður forréttur

Þessi forréttur er ótrúlega góður - útbjó þennan fyrir Andra afmæli.  Piparmix var hins vegar hvergi til - notaði í staðinn "Argentínu nautakrydd - og jók við piparinn (grænn-rauður-svartur og hvítur) - var mjög gott.  Við létum kjötið standa í rúman hálfan sólarhring í stofuhita - börnin mín eru brjáluð í þetta - sem og við hjón.  Ég hef útbúið nautacarpaccio - einstöku sinnum - sem mér finnst alveg hrikalega gott - ins vegar tekur talsvert lengri tíma að útbúa það - prófið þetta endilega.  Ef ykkur finnst þetta of sterkt - þá er hægt að skafa kryddið af áður en þið skerið í sneiðar.

Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002

(Rétturinn sem sló í gegn á sýningunni Matur 2002.)

 1 kg Nautafille
 4 msk piparmix
 1 msk sítrónupipar
 1 msk grænn frostþurkaður pipar - mulinn
 1 msk rósapipar - mulinn
 1 msk salt

Vöðvinn er skolaður og hreinsaður vel. Síðan er hann skorin í þrjár lengjur eftir endilöngu, þá minna ræmurnar hvað stærð og lögun varðar á lambafille. Kryddinu er blandað saman í skál. Vöðvinn hjúpaður kryddblöndunni og saltinu stráð yfir hann að síðustu.

Vefjið vöðvann í plast og látið standa í kæli í 3 daga fyrir neyslu.

En....ef tíminn er naumur er kjörið að krydda vöðvann og láta hann vera á eldhúsbekknum næturlangt, setja hann síðan í ísskápinn og hafa hann þar til kvölds, eða næsta dags. Ef kjötið er við stofuhita gengur kryddið mun hraðar inn í vöðvann en ef hann er kaldur.

Passið að skera vöðvann í þunnar sneiðar sem fara vel í munni.

Þessi stendur fyrir sínu einn og sér án nokkurs meðlætis.

En....auðvitað má bera með brauð, salat og sósu. Til dæmis, sinnepssósu, hvítlaukssósu eða jógúrtsósu.


Afmælisbarn dagsins !

Stóri strákurinn minn hann Andri Snær á afmæli í dag - orðinn 17 ára þetta litla barn - sem er þó að verða höfðinu hærri en mamma sín Wink

Til hamingju með daginn ástin mín - ég elda nú eitthvað gott fyrir þig - bjúgu og kartöflumús..... W00t ...hmmmmmmm - nei ætli það verði nú ekki eitthvað aðeins betra Smile

IMG_5211


Alltaf góðir...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband