Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

19 dagar til jóla.....

Verð að halda uppteknum hætti og setja inn 1 lag í tilefni dagsins.

Annars þá erum við hress hérna megin, jólafiðringur kominn í mann, hlakka til að skreyta aðeins meira - kannski maður baki eitthvað aðeins þessa helgi.  Hitaði í morgun kakó fyrir Erlu perlu - og fannst henni það ægilega notalegt....... Vakti síðan strákana - og færði þeim kakó - Tanja mín svaf hjá vinkonu sinni í nótt þannig að hún missti af því.

Set inn lag með Chris de Burgh.... veit svo sem ekki hvort það sé í raun jólalag, en það var á jólaplötu einhverntíman og minnir mig því aðeins á jólatímann - fínt lag......


20 dagar til jóla........

.... og kominn föstudagur......... vika í afmælið mitt - og að kvöldi þess dags getur Erla sett skóinn út í glugga..... spennó Smile   ... systkini hennar græða nú á að eiga litla systur - og fá af og til  eitthvað smá í skóinn Tounge

Hún hlakkaði mikið til að fara í skólann í dag - skreytingadagur - teikna - lita og mála - hlusta á jólalög og ekki að læra neitt.  Sindri á einnig að skreyta í dag - en Tanja sem er í 10 bekk - var frekar fúl - venjulegur skóladagur hjá henni - 10 bekkur átti ekkert að fá að skreyta.  Hún fær þá bara að skreyta heima með mér - og að skreyta Smurstöðina - bleik ljós - bleikar kúlur og reykelsi með kanillykt....... vó....... held að mér yrði hent út sem skreytingameistara ef ég stingi upp á því.........

Verð að smella inn einu jólalagi í tilefni þess að aðeins eru 20 dagar í jólin......


21 dagur til jóla.......

Sjitt hvað tíminn flýgur.......

Erla tilkynnti okkur foreldrunum í gær að við ætlum með henni í bíó um helgina.  Síðan ætlar hún að púsla 700 bita púsl með pabba sínum.... eftir bíóferðina -  hún reyndi að dobbla pabba sinn í púslið í gær - en hætti síðan við.

Ég er að setja jólaskraut upp í rólegheitunum heima - kemur hægt og sígandi - þarf síðan að fara að finna eitthvað jólaskraut til að taka í vinnuna hans Inga og skreyta þar.....

Í tilefni dagsins ætla ég að setja inn stórskemmtilegt jólalag - ekki eins hátíðlegt og lagið sem ég setti inn í gær - en ég er afskaplega skotin í þessu lagi, með Pouges og Kirsty McCall - heitir Fairytal of New York. 

Þess má geta að söngkonan lést rétt fyrir jól árið 2000 í sjóslysi í Mexíkó þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni.  Hraðbátur kom á mikilli ferð og lenti á bátnum sem hún var á.  Hún náði að bjarga syni sínum áður en hraðbáturinn lenti á þeim - hins vegar lést hún samstundis.


22 dagar til jóla........

....sem sagt jólin verða komin áður en maður veit af.......

Ekkert stress í gangi - þetta smellur allt saman á endanum..... hins vegar þætti mér að grunnskólarnir mættu hafa próf á öðrum tíma en í desember - afhverju er ekki hægt að hafa próf í nóvember eða í janúar.  Desember er það skemmtilegur mánuður - og mun skemmtilegra að dúllast eitthvað með börnunum - heldur en að sitja yfir þeim fyrir próflestur - hlýða þeim yfir o.þ.h.

Ingi og Erla áttu afmæli síðasta laugardag litla músin orðin 7 ára - Ingi nokkrum árum eldri Wink  Fjölskylduafmæli var á laugardag og bekkurinn var á sunnudag.  Vel var mætt í fjölskylduafmælið - og var á tímabili eins og maður væri í fuglabjargi - fólk og börn í hverjum krók og kima að spjalla - bara frábært.  Veitingum voru gerð góð skil - sem var frábært.... nokkrar nýjungar voru á boðstólum - eins og "chilli-frómas-terta" - Ingi var ekki alveg viss með hana - né börnin - en hún bragðaðist mjög vel!  Erla var afar sátt eftir þessa helgi - búin að telja niður í afmælið allan nóvember - og á sunnudagskvöld þegar allt var yfirstaðið - kom hún til mín og sagði:  Mamma, hvað er margir dagar þar til jólin koma?

Tanja mín tognaði í leikfimi á mánudag - og er heima í dag - að drepast í fætinum - en hún jafnar sig þessi elska... alltof kappsfull í boltanum þessi elska.

Ég ætla að smella inn einu jólalagi - e.t.v. aðeins of hátíðlegt - en varð að setja þetta inn fyrir hann Inga minn Smile

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband