Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Smurstöðin Stórahjalla er flutt...........
30.3.2009 | 09:02
.......opna á nýjum stað í dag - fluttir á Dalveg 16a, Kópavogi - í nýtt og stórglæsilegt húsnæði - afskaplega snyrtilegt og öll aðstaða til fyrirmyndar, bæði fyrir starfsmenn sem og viðskiptavini.
Voru þeir með smá opnunarhátíð síðasta föstudag, sem heppnaðist afskaplega vel, mjög góðar veitingar, skemmtileg hljómsveit, ljóðaupplestur og lítil boðflenna kom sem vakti mikla ánægju og athygli yngstu veislugestanna.
Smelli ég sömuleiðis inn nokkrum myndum í albúm af nýju stöðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gamlir menn eru svo krúttlegir........
26.3.2009 | 09:35
Erla mín kom með þessa tilkynningu í gær, ég skaust með hana inn í Skólavörubúðina áður en ég fór að skúra..... þegar við förum út - situr gamall maður í bíl beint fyrir utan..... hún vinkar honum - snýr sér síðan að mér og segir: Mér finnst gamlir menn svo krúttlegir - með svona strik í andlitinu - og líka gamlar konur......
Æ.... hún er eitthvað svo skemmtileg þessi stelpa
Nýjasta gæluorð hennar - um okkur foreldrana - er að við erum "svínagrísir" - þú ert svo mikill svínagrís - segir hún - tekur utan um mann og knúsar....... hugmyndaflugið í henni er ansi auðugt... vona að það haldist þannig....... út lífið.
Hún er farin að syngja í kór - 6-7 ára barna í kirkjunni - hún og Hrefna vinkona hennar vildu prófa - og finnst þeim voða gaman. Eiga að syngja í messu næsta sunnudag í Borgarskóla. Allar fengu þær kjóla á síðustu æfingu - og tilhlökkun hjá dömunni.
Smurstöðin (Smurstöðin Stórahjalla) - er loksins að flytja, síðasti dagur í dag er á gamla staðnum - sem er nú dálítið skrítið - hafa verið á sama stað í 34 ár.
Nýi staðurinn er á Dalvegi 16a - við hlið hinnar geysivinsælu heimilisvöruverslunar "Amor" - beint á móti Europris - og hinumegin við Dalveginn er Sorpa...... stöðin er ekkert smá flott hjá þessum elskum - opnunarhátíð verður hjá þeim á morgun - þannig að nóg verður að gera hjá þeim - að klára að flytja og "sjæna" allt saman. Vona að verði brjálað að gera hjá þeim - enda fara þeir að taka aðeins meira en þeir gerðu...... smærri viðgerðir.
Læt þetta duga í þetta skiptið
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.3.2009 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lag dagsins....... með Tvíhöfða....
6.3.2009 | 11:52
.... ég var að hlusta á þetta lag í bílnum í gær á iPodinum - aftur og aftur - og aftur...... Erlu minni finnst það afar skemmtilegt..... ....eins gott að hún skilji ekki textann.... segi ekki meir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggleti....
4.3.2009 | 20:05
.... jamm hún hrjáir mig víst - er reyndar talsvert á "Fésbókinni" góðu - sem er hinn mesti tímaþjófur - þó skemmtilegur.
Annars er allt gott af okkur að frétta, Smurstöðin fer að flytja - dregst alltaf eitthvað - átti að vera í byrjun febrúar - en sennilega ekki fyrr en um miðjan mars. Nýi staðurinn er afskaplega fínn - en þá er að reka strákana í að hafa hreinlegt...... en er ekki erfitt að kenna gömlum hundum að sitja - Ingi getur e.t.v. farið í þessa líku fínu verslun sem er við hliðina á nýja staðnum - og fjárfest í einni góðri svipu eða svo.......
Mamma er enn óttalega slöpp, og fór á Sunnuhlíð í gær, ekkert alltof sátt með það, vonandi að hún verði ánægð þegar hún venst þessari breytingu.
Erla er sjúk í að leika - alla daga við vini sína - sem er afskaplega jákvætt. Hún og Hrefna besta vinkona hennar ætla að prófa að fara í barnakórinn í Grafarvogskirkju - það verður áreiðanlega gaman hjá þeim ...núna eru allir svo miklar rúsínur - eða rúsínubollur í hennar augum - og er hún stundum ansi fyndin þessi skotta. .....hún er þó allavega hætt að tala um hvað allir séu mikil rassgöt!
Nóg að gera í vinnunni, árshátíð á næsta leiti, sem haldin verður í Vodafonehöllinni......... klassastaður .......og næsta föstudagskvöld ætlum við sytur að hittast, kjafta saman um landsins gagn og nauðsynjar.... og kannski að fá okkur aðeins í tána........ það verður fínt.
Læt þetta duga í þetta skiptið - má ekki alveg gleyma mér í "fésbókarheiminum"- og verð að setja hér inn eina og eina færslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)