Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Gleðilegt ár.......

Er ekki kominn tími á örlítið blogg - hérna megin. 

Jólin og áramótin liðu alltof hratt að mínu mati, tengdó voru í mat hjá okkur á aðfangadag ásamt Gutta litla - sem var afskaplega spenntur yfir pökkunum, hann var í banastuði að opna sína pakka - og var ekkert á því að fara með "pabba sínum og mömmu" þegar þau voru að fara.... litla krúttið Wink

Á jóladag hittumst við systur og fjölskyldur heima hjá mér - allir komu með eitthvað á hlaðborð - þannig að lítið var haft fyrir því jólaboði - en heppnaðist mjög vel, börnin eru orðin það stór og lítið vesen á þeim - sátu þau mestallan tímann inni í Tönju herbergi og spiluðu "Alias" spilið.  Erla er alveg óskaplega hrifin af því spili - og var það spilað út í eitt þennan tíma - með vinum Sindra og Andra og með vinkonum Tönju - ef við Ingi vorum ekki heima - eða ef við vorum að sýsla eitthvað annað.

Á öðrum í jólum var jólaboð heima hjá Guðbjörgu mágkonu minni - allir Inga megin í fjölskyldunni hittust þar í þrírétta máltíð - og var það afskaplega vel heppnað.

Ég var í vinnu milli jóla og nýárs - nóg að gera í vinnunni - enda mánaðamót / áramót.  Vann fyrir hádegi á gamlársdag - til að ná að klára eitt og annað.  Ingi dúllaðist heima á meðan - fór einnig og keypti smá af flugeldum - enda er hann sprengjuóður með afbrigðum !  Hann klikkaði reynda rá að kaupa freyðivín fyrir "frúna sína" - en hann reddaði því síðan - þessi elska Heart.  Kiddi og Magga komu í mat á gamlársdag, við Ingi vorum búin að pipargrafa nautakjöt í forrétt,  fylla lambahrygg í aðalrétt ásamt ýmsu meðlæti - og eftirréttir settu síðan punktinn yfir i-ið - allt var þetta alveg  ótrúleg gott.  Horfðum saman á Skaupið - sprengdum saman - skáluðum fyrir nýja árinu - sem leggst vel í okkur - þýðir svo sem ekkert annað.

Nýja árið byrjar með látum - mikið að gera í vinnunni - íbúðin hjá m og p seldist rétt fyrir jól - og á að afhendast næsta föstudag.  Var ég alla helgina að tæma það sem eftir var - og þrífa allt hátt og lágt - vorum á tímabili 12 á staðnum - gekk allt mjög vel.  Ótrúlegt hvað þessi skipti - og allt í kringum þau hafa gengið vel - þrátt fyrir að við erum 9 systkinin - við systur erum 4 og hálfsystkinin eru 5.  Við erum búin að hittast nokkuð oft í kringum þessi skipti - og náum mjög vel saman - og ætlum að halda áfram að hittast - u.þ.b. 1 x í mánuði - sem er frábært.  Maður er búinn að heyra svo margar sögur af ósætti systkina í sambandi við skiptingu á dánarbúum - og bjóst maður svo sem alveg eins við að eitthvað myndi koma upp á þetta fjölmennum hópi - í byrjun var talað um að við vildum öll að skiptin fari vel fram - og höfum við staðið við það!

Held að þessi færsla mín sé orðin þokkaleg í þetta skiptið.  Læt þetta duga núna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband