Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Morgundagurinn......

Jamm....... verða ekki "Júró"- partý út um allt ásamt kosningapartýum - það verður forvitninlegt að sjá hvaða fylgi "Georg Bjarnfreðarson" fær....... kæmi mér ekki á óvart þó hann fái talsvert fylgi - verður forvitnilegt að fylgjast með því.

Ég er svo sem enginn sérstakur aðdáandi íslenska lagsins - en hún syngur mjög vel - og auðvitað er skemmtilegra að vera með á aðalkvöldinu - ætli hún endi ekki á topp 5.......  ....yfir í annað - skil ekki hvað Hollendingar voru að hugsa - mér fannst lagið HRÆÐILEGA leiðinlegt - enda er ég víst ekkert "Geirmundar-sveiflu-fan"   ....á svo sem ekkert algjört uppáhalds lag - en þau lög sem heilla mig helst af þeim sem taka þátt eru frá Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Rúmeníu - tyrkneska lagið er einnig fínt.

Við systur og familíur ætlum að hittast - grilla saman - og horfa á keppnina - nema e.t.v. mágur minn sem er í framboði - spurning hvort hann verði með okkur - eða annars staðar.......

Tanja og Sindri eru á fullu í prófum þessa daga - frekar pirruð yfir að þurfa að hanga inni í sólinni - þegar margir skólar eru búnir í prófum - og þeir krakkar njóta lífsins.  En þau eru afskaplega dugleg þessar elskur - liggja yfir bókunum - og meira að segja voru bekkjarfélagar Tönju að hringja í hana fyrir stærðfræðiprófið - og biðja hana að útskýra eitt og annað fyrir sér !   ....hún er búin að bæta sig afar mikið þetta árið í sambandi við lærdóm  - sem er frábært.  Tanja er á fullu í ökutímum þessa dagana - og finnst það algjört æði - ökukennarinn hælir henni út og inn - og kemur hún úr hverjum ökutíma svífandi á bleiku skýi. 

Alltaf nóg að gera í vinnunni - sem er gott mál - alltaf einhverjar breytingar í gangi - og talsverð vinna alltaf hjá okkur skvísum í sambandi við það.  Mér finnst æðislegt að vera aftur komin í Borgartúnið - ef eitthvað þarf að útrétta - þá er nálægð við allt hér á þessum stað.

Síðan er spurning hvað gerist ef Ísland lendir í fyrsta sæti....... verða allir í gleðivímu - eða í sjokki yfir að þurfa að halda keppnina að ári............ jæja - skítt með allt - skál !

.......skálum einnig fyrir "allskonar fyrir aumingja"........  - hmmmmmmm....... skemmtilegt kosningaloforð!

 


Lítil gelgja og spítukerling

Erla mín er komin með smá gelgju-takta - spurning hvort hún smitist af eldri fjölskyldumeðlimum....... það er allt svo "vandró" - þessa dagana - "Mamma - ef ég fer í þessu í skólann - þá er það svo vandró!"  -  ef hún er með svona nesti - þá er það svo vandró - ef hún fer út að leika í hinu eða þessu - þá er það svo vandró - en það er nú bara krúttlegt InLove

Maður hefur nú sjálfur í gegnum árin - lent í mjög "vandró" mómentum - hlutum sem maður er ekki að deila með öðrum - en sínum allra- allra nánustu - bæði hlutum sem eru í senn afskaplega vandræðalegir - en ógeðslega fyndnir - og uppákomum sem eru svo vandræðalegar - að helst vildi maður þá - að jörðin myndi opnast og gleypa mann!

Ég er föst í hálsinum - búin að vera svona síðan á föstudag - næ varla að hreyfa hausinn - ekki að horfa upp - eða til hliðar - og varla niður - frekar óþægilegt og asnalegt - er eins og vélmenni -eða spítukerling...... verið var að kynna nýjan starfsmann fyrir okkur áðan - við skvísur stóðum upp og heilsuðum - ég eins og vélmenni - stíf - eins og ég væri með prik í afturendanum - hahaha!!!!!

Í dag er aldarfjórðungur síðan ég kyssti hann Inga minn Heart í fyrsta skipti - f á r á n l e g t....... hvað tíminn er fljótur að líða - manni finnst maður alltaf vera jafn ungur í anda og útliti - kannski það sé merki um að ég þurfi að láta athuga í mér sjónina LoL

Andri er búinn í skólanum - Rest fer að byrja í prófatörn - Tanja mín er búin að bæta sig svo mikið í námi þennan vetur - sem er svo mikils virði fyrir hana - stendur sig eins og hetja - leggur mikið á sig - og mun það hjálpa henni seinna meir.  Hún er búin að sækja um í framhaldsskóla - og hlakkar mikið til ef hún kemst inn þar sem hún merkti við sem fyrsta valkost.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband